Man City enn undir rannsókn: Tölvupóstar sýna fram á brot á fjárhagslegri háttvísi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 07:01 Roberto Mancini stýrði Man City frá 2009 til 2013. Hann kemur fyrir í skjölum Der Spiegel. Mynd/AP Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel segist hafa undir höndum gögn sem sýni fram á að rannsókn á enska knattspyrnufélaginu Manchester City sé enn í gangi. Félagið er í eigu hins moldríka Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og talið er að hann hafi sett mikið fjármagn inn í félagið með ólögmætum hætti. Ekki eru margir mánuðir síðan Vísir greindi frá því að Englandsmeistarar Man City ætti í stappi við ensku úrvalsdeildina. Þó svo að Alþjóðaíþróttadómstóllinn hafi sýknað Man City af mögulegum brotum var rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar hvergi nærri lokið. Der Spiegel er á sama máli og segir rannsóknina nú snúa að þremur atvikum aðallega. Pressa hefur verið sett á leikmenn undir lögaldri til að skrifa undir samninga við félagið. Fengu þeir og uppeldisfélög þeirra vel borgað við undirskriftina, eitthvað sem má ekki fyrr en leikmenn hafa náð ákveðnum aldri. Styrktaraðilar félagsins í Abu Dhabi hafa aðeins borgað brot af þeim upphæðum sem samið var um. Meirihlutinn hafi komið beint frá Sheikh Mansour sjálfum. Roberto Mancini þjálfaði liðið frá 2009 til 2013 er hann fékk sparkið. Talið er að samningur hans hafi verið borgaður upp í gegnum ýmis skúffufyrirtæki og þær upphæðir því ekki farið af reikningi félagsins. Í grunninn má því segja að rannsóknin snúi enn að brotum Man City á fjárhagslegri háttvísi knattspyrnusambands Evrópu eða FFP reglugerðum UEFA. The new @derspiegel piece says the PL investigation into MCFC, now into a fourth year, is focussing on these three specific things. Incendiary stuff. pic.twitter.com/2XCrZ3M139— Nick Harris (@sportingintel) April 7, 2022 Der Spiegel hefur fjölda tölvupósta og samskipta milli aðila hjá Etihad og Manchester City til að mynda. Hvorki Man City eða enska úrvalsdeildin svaraði fyrirspurnum miðilsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Félagið er í eigu hins moldríka Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og talið er að hann hafi sett mikið fjármagn inn í félagið með ólögmætum hætti. Ekki eru margir mánuðir síðan Vísir greindi frá því að Englandsmeistarar Man City ætti í stappi við ensku úrvalsdeildina. Þó svo að Alþjóðaíþróttadómstóllinn hafi sýknað Man City af mögulegum brotum var rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar hvergi nærri lokið. Der Spiegel er á sama máli og segir rannsóknina nú snúa að þremur atvikum aðallega. Pressa hefur verið sett á leikmenn undir lögaldri til að skrifa undir samninga við félagið. Fengu þeir og uppeldisfélög þeirra vel borgað við undirskriftina, eitthvað sem má ekki fyrr en leikmenn hafa náð ákveðnum aldri. Styrktaraðilar félagsins í Abu Dhabi hafa aðeins borgað brot af þeim upphæðum sem samið var um. Meirihlutinn hafi komið beint frá Sheikh Mansour sjálfum. Roberto Mancini þjálfaði liðið frá 2009 til 2013 er hann fékk sparkið. Talið er að samningur hans hafi verið borgaður upp í gegnum ýmis skúffufyrirtæki og þær upphæðir því ekki farið af reikningi félagsins. Í grunninn má því segja að rannsóknin snúi enn að brotum Man City á fjárhagslegri háttvísi knattspyrnusambands Evrópu eða FFP reglugerðum UEFA. The new @derspiegel piece says the PL investigation into MCFC, now into a fourth year, is focussing on these three specific things. Incendiary stuff. pic.twitter.com/2XCrZ3M139— Nick Harris (@sportingintel) April 7, 2022 Der Spiegel hefur fjölda tölvupósta og samskipta milli aðila hjá Etihad og Manchester City til að mynda. Hvorki Man City eða enska úrvalsdeildin svaraði fyrirspurnum miðilsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira