Portúgölsku undrabræðurnir magnaðir gegn Ómari, Gísla og félögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2022 16:00 Hinn sautján ára Francisco „Kiko“ Costa skoraði samtals átján mörk í einvígi Sporting og Magdeburg. heimasíða sporting Nýjar stórstjörnur virðast vera að fæðast í handboltanum. Þetta eru Costa-bræðurnir ungu frá Portúgal, Martim og Francisco. Þeir sýndu snilli sína í leik gegn Magdeburg í Evrópudeildinni í gær. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg sluppu með skrekkinn gegn Sporting í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Fyrri leikurinn í Portúgal endaði með 29-29 jafntefli en Magdeburg vann seinni leikinn með eins marks mun, 36-35. Lukas Mertens skoraði sigurmark þýska liðsins á ögurstundu. Ómar Ingi skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum fyrir Magdeburg og var markahæstur á vellinum ásamt annarri örvhentri skyttu, Francisco „Kiko“ Costa. Sá er aðeins sautján ára, fæddur 2005. Kiko skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum í Magdeburg í gær. Í fyrri leiknum í Lissabon var hann með átta mörk úr tíu skotum. Í einvíginu gegn besta liði Þýskalands var Kiko með samtals átján mörk í 22 skotum. If anyone was in doubt if the hype of the Costa brothers was real, they are now convinced after the two matches of Sporting versus Magdeburg. Both soooo talented. Especially Francisco Kiko Costa. I do not remember having seen such an elegant and versatile 17-yo player before! pic.twitter.com/d4NQX60Svv— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 5, 2022 Eldri bróðir hans, Martim, var litlu síðri. Hann skoraði átta mörk í fyrri leiknum og sjö í þeim síðari. Hann er nítján ára og spilar sem skytta vinstra megin. Kiko skoraði samtals 61 mark í Evrópudeildinni í vetur og Martim fimmtíu. Costa-bræðurnir eru meðal efnilegustu leikmanna Portúgals og styrkja gott portúgalskt landslið enn frekar. Sérstaklega Kiko en hægri skyttustaðan hefur verið sú veikasta hjá portúgalska landsliðinu undanfarin ár. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í leiknum í gær áður en hann fór meiddur af velli. Magdeburg mætir Nantes frá Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram 26. apríl og sá seinni 3. maí. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg sluppu með skrekkinn gegn Sporting í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Fyrri leikurinn í Portúgal endaði með 29-29 jafntefli en Magdeburg vann seinni leikinn með eins marks mun, 36-35. Lukas Mertens skoraði sigurmark þýska liðsins á ögurstundu. Ómar Ingi skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum fyrir Magdeburg og var markahæstur á vellinum ásamt annarri örvhentri skyttu, Francisco „Kiko“ Costa. Sá er aðeins sautján ára, fæddur 2005. Kiko skoraði tíu mörk úr tólf skotum í leiknum í Magdeburg í gær. Í fyrri leiknum í Lissabon var hann með átta mörk úr tíu skotum. Í einvíginu gegn besta liði Þýskalands var Kiko með samtals átján mörk í 22 skotum. If anyone was in doubt if the hype of the Costa brothers was real, they are now convinced after the two matches of Sporting versus Magdeburg. Both soooo talented. Especially Francisco Kiko Costa. I do not remember having seen such an elegant and versatile 17-yo player before! pic.twitter.com/d4NQX60Svv— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 5, 2022 Eldri bróðir hans, Martim, var litlu síðri. Hann skoraði átta mörk í fyrri leiknum og sjö í þeim síðari. Hann er nítján ára og spilar sem skytta vinstra megin. Kiko skoraði samtals 61 mark í Evrópudeildinni í vetur og Martim fimmtíu. Costa-bræðurnir eru meðal efnilegustu leikmanna Portúgals og styrkja gott portúgalskt landslið enn frekar. Sérstaklega Kiko en hægri skyttustaðan hefur verið sú veikasta hjá portúgalska landsliðinu undanfarin ár. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í leiknum í gær áður en hann fór meiddur af velli. Magdeburg mætir Nantes frá Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram 26. apríl og sá seinni 3. maí.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira