Lestarvagninn fór af sporinu við áreksturinn sem varð skammt frá bænum Mindszent nærri landamærunum að Serbíu.
Í frétt DW segir að öll þau sem létust hafi verið í sendiferðabílnum. 22 hafi verið um borð í lestinni þar sem tveir slösuðust alvarlega og átta til viðbótar slösuðust lítillega.
Ungverskir fjölmiðlar segja að sendiferðabíllinn hafi verið skráður í Ungverjalandi og hafi verið að flytja verkafólk.
