Kalt heimskautaloft berst yfir landið úr norðri Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2022 07:18 Í dag er útlit fyrir norðaustan strekking. Vísir/Vilhelm Eftir milda og rólega tíð í síðustu viku hefur kalt heimskautaloft nú borist yfir landið úr norðri. Búast má við köldu veðri út vikuna. Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunni. Í dag er útlit fyrir norðaustan strekking, en í nótt hefur snjóað eitthvað í flestum landshlutum. Sunnan- og suðvestanlands á hins vegar að létta til með deginum. „Seint í dag bætir í snjókomuna á Norður- og Austurlandi með allhvössum vindi, geta akstursskilyrði þá orðið erfið. Frost á landinu yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig. Á morgun er spáð norðan kalda eða strekkingi og hvassara í vindstrengjum suðaustanlands. Dálítil él norðaustantil, en þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu. Annað kvöld dregur síðan úr vindinum. Þegar lægir eftir kalda norðanátt, þá nær frostið sér oft á strik og búast má við talsverðu frosti aðfaranótt fimmtudags.“ Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðan 8-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum á suðaustanverðu landinu. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él norðaustantil á landinu. Áfram kalt í veðri og sums staðar talsvert næturfrost. Á föstudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost víða 0 til 4 stig að deginum. Á laugardag: Suðaustan strekkingur og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Hægari vindur annars staðar, skýjað með köflum og stöku él. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Austlæg átt og líkur á snjókomu á flestum landshlutum, en slyddu syðst. Frost 1 til 5 stig norðantil, en kringum frostmark sunnanlands. Á mánudag: Austanátt með slyddu eða rigningu sunnanlands, en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Hlýnar í veðri. Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sjá meira
Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunni. Í dag er útlit fyrir norðaustan strekking, en í nótt hefur snjóað eitthvað í flestum landshlutum. Sunnan- og suðvestanlands á hins vegar að létta til með deginum. „Seint í dag bætir í snjókomuna á Norður- og Austurlandi með allhvössum vindi, geta akstursskilyrði þá orðið erfið. Frost á landinu yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig. Á morgun er spáð norðan kalda eða strekkingi og hvassara í vindstrengjum suðaustanlands. Dálítil él norðaustantil, en þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu. Annað kvöld dregur síðan úr vindinum. Þegar lægir eftir kalda norðanátt, þá nær frostið sér oft á strik og búast má við talsverðu frosti aðfaranótt fimmtudags.“ Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðan 8-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum á suðaustanverðu landinu. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él norðaustantil á landinu. Áfram kalt í veðri og sums staðar talsvert næturfrost. Á föstudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost víða 0 til 4 stig að deginum. Á laugardag: Suðaustan strekkingur og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Hægari vindur annars staðar, skýjað með köflum og stöku él. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Austlæg átt og líkur á snjókomu á flestum landshlutum, en slyddu syðst. Frost 1 til 5 stig norðantil, en kringum frostmark sunnanlands. Á mánudag: Austanátt með slyddu eða rigningu sunnanlands, en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Hlýnar í veðri.
Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sjá meira