Rooney telur Man. United þurfa yngri og hungraðri leikmenn en Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2022 09:01 Rooney og Ronaldo voru magnaðir á sínum tíma hjá Man United. Richard Heathcote/Getty Images Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir sitt gamla félag þurfa yngri og hungraðri leikmenn en Cristiano Ronaldo til að lyfta því upp úr þeim öldudal sem það virðist fast í. Rooney, sem í dag þjálfar Derby County í ensku B-deildinni, var liðsfélagi Ronaldo hjá Man. United frá árinu 2004 til 2009. Með þá innanborðs vann Manchester-liðið nær allt sem hægt var að vinna. Í dag er staðan hins vegar önnur. Rooney var mættur í Monday Night Football til að fara yfir leik Crystal Palace og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Þar var hann ásamt Jamie Carragher og David Jones þáttastjórnanda. Wayne Rooney on whether it was a mistake for Man Utd to resign Cristiano Ronaldo Watch #MNF live on Sky Sports now pic.twitter.com/KZhejthz7t— Sky Sports (@SkySports) April 4, 2022 Carragher, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, hafði slæma tilfinningu fyrir því þegar Man United ákvað að festa kaup á 36 ára gömlum Ronaldo síðasta sumar. Portúgalinn er í dag orðinn árinu eldri og Rooney er ekki á því að Ronaldo sé framtíðarlausn fyrir hans fyrrum félag. „Þú verður að segja nei eins og staðan er í augnablikinu. Hann hefur skorað mörk, mikilvæg mörk í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni, hann skoraði augljóslega þrennu gegn Tottenham en ef þú horfir til framtíðar þá þarf að velja yngri og hungraðri leikmenn í von um að lyfta Manchester United upp á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði Rooney aðspurður hvort kaupin á Ronaldo hefðu gengið upp. „Cristiano er augljóslega að eldast. Hann er ekki sami leikmaður og hann var þegar hann var á þrítugsaldri. Það gerist, þannig er fótbolti. Hann getur ógnað marki en hvað varðar aðra hluta leiksins þá þarf Man United meira, félagið þarf yngri og hungraðri leikmenn,“ bætti Rooney að endingu við. Ronaldo verður eflaust ekki sáttur með að heyra skoðun síns fyrrum félaga.Martin Rickett/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31 Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01 Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01 Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira
Rooney, sem í dag þjálfar Derby County í ensku B-deildinni, var liðsfélagi Ronaldo hjá Man. United frá árinu 2004 til 2009. Með þá innanborðs vann Manchester-liðið nær allt sem hægt var að vinna. Í dag er staðan hins vegar önnur. Rooney var mættur í Monday Night Football til að fara yfir leik Crystal Palace og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Þar var hann ásamt Jamie Carragher og David Jones þáttastjórnanda. Wayne Rooney on whether it was a mistake for Man Utd to resign Cristiano Ronaldo Watch #MNF live on Sky Sports now pic.twitter.com/KZhejthz7t— Sky Sports (@SkySports) April 4, 2022 Carragher, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, hafði slæma tilfinningu fyrir því þegar Man United ákvað að festa kaup á 36 ára gömlum Ronaldo síðasta sumar. Portúgalinn er í dag orðinn árinu eldri og Rooney er ekki á því að Ronaldo sé framtíðarlausn fyrir hans fyrrum félag. „Þú verður að segja nei eins og staðan er í augnablikinu. Hann hefur skorað mörk, mikilvæg mörk í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni, hann skoraði augljóslega þrennu gegn Tottenham en ef þú horfir til framtíðar þá þarf að velja yngri og hungraðri leikmenn í von um að lyfta Manchester United upp á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði Rooney aðspurður hvort kaupin á Ronaldo hefðu gengið upp. „Cristiano er augljóslega að eldast. Hann er ekki sami leikmaður og hann var þegar hann var á þrítugsaldri. Það gerist, þannig er fótbolti. Hann getur ógnað marki en hvað varðar aðra hluta leiksins þá þarf Man United meira, félagið þarf yngri og hungraðri leikmenn,“ bætti Rooney að endingu við. Ronaldo verður eflaust ekki sáttur með að heyra skoðun síns fyrrum félaga.Martin Rickett/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31 Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01 Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01 Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira
Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31
Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01
Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01
Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46