Um 25 milljónir manna í Austur-Afríku búa við sult vegna þurrka Heimsljós 4. apríl 2022 11:05 Kheira Osman Yusuf Verstu þurrkar í fjörutíu ár hafa leitt til alvarlegs matarskorts í austurhluta Afríku, einkum í Eþíópíu, Kenía, Sómalíu og Sómalílandi. Að mati Alþjóðabjörgunarnefndarinnar, IRC, hafa nú þegar þrettán milljónir manna sáralítið að borða og búa aukin heldur við vatnsskort. Óttast er að ástandið versni á næstu mánuðum. Alvarleg vannæring meðal íbúa fyrrnefndra þriggja þjóða hefur aldrei verið meiri, segir í frétt frá IRC, sem er að auka hjálparstarf í þessum heimshluta og birtir ákall til framlagsríkja og alþjóðasamfélagsins að rétta fram hjálparhönd til að vernda líf, lífsviðurværi og afstýra hungursneyð. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) varaði við mjög alvarlegu ástandi í löndunum í austanverðri Afríku vegna þurrka þegar á síðasta ári. „La Nina veðurfyrirbærið og loftslagsbreytingar hafa leitt til þess að þurrkar hafa ekki verið meiri í Eþíópíu í rúmlega fjóra áratugi,“ segir Frank McManus umdæmisstjóri IRC í Eþíópíu. Hann bætir við að rúmlega þrjú hundruð þúsund manns hafi lent á vergangi í leit að vatni, fæði og nýjum haga fyrir búpening. Hann bendir á að þörfin fyrir mannúðaraðstoð aukist þegar þurrkar bætast við stríðsátökin í landinu sem ekki sér fyrir endann á. „Stríðið í Úkraínu gerir illt verra. Aukinn eldsneytiskostnaður getur leitt til hækkandi verðs á matvælum og fæstir geta keypt hveiti sem hefur að langmestu leyti verið flutt inn frá Úkraínu og Rússlandi.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eþíópía Kenía Sómalía Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent
Alvarleg vannæring meðal íbúa fyrrnefndra þriggja þjóða hefur aldrei verið meiri, segir í frétt frá IRC, sem er að auka hjálparstarf í þessum heimshluta og birtir ákall til framlagsríkja og alþjóðasamfélagsins að rétta fram hjálparhönd til að vernda líf, lífsviðurværi og afstýra hungursneyð. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) varaði við mjög alvarlegu ástandi í löndunum í austanverðri Afríku vegna þurrka þegar á síðasta ári. „La Nina veðurfyrirbærið og loftslagsbreytingar hafa leitt til þess að þurrkar hafa ekki verið meiri í Eþíópíu í rúmlega fjóra áratugi,“ segir Frank McManus umdæmisstjóri IRC í Eþíópíu. Hann bætir við að rúmlega þrjú hundruð þúsund manns hafi lent á vergangi í leit að vatni, fæði og nýjum haga fyrir búpening. Hann bendir á að þörfin fyrir mannúðaraðstoð aukist þegar þurrkar bætast við stríðsátökin í landinu sem ekki sér fyrir endann á. „Stríðið í Úkraínu gerir illt verra. Aukinn eldsneytiskostnaður getur leitt til hækkandi verðs á matvælum og fæstir geta keypt hveiti sem hefur að langmestu leyti verið flutt inn frá Úkraínu og Rússlandi.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eþíópía Kenía Sómalía Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent