#mínarbuxur: Gamlar hugmyndir um hvernig alvöru nauðgun lítur út Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 22:01 Steinunn segir viðhorf dómarans gamaldags. vísir Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot í vikunni. Dómurinn hefur vakið mikla reiði og komið af stað bylgju á samfélagsmiðlum en fólki þykir dómarinn velta því þar upp hvort konan hafi verið í of þröngum buxum til að brotið hafi getað átt sér stað. Atvikið átti sér stað árið 2019. Konan segir manninn hafa haldið sér fastri og nauðgað sér, hún frosið en ítrekað beðið hann um að hætta. Dómurinn hefur vakið mikla athygli og er það helst orðalag og rökstuðningur dómarans sem vekur reiði almennings. „Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim.“ segir í dómnum. Klæðaburður brotaþola skipti ekki máli „Þetta með buxurnar - þetta er svona saga sem maður er búinn að heyra aftur og aftur. Ég man fyrir nokkrum árum þá varð allt brjálað erlendis út af nákvæmlega sama dæmi þar sem að kona þótti vera í of þröngum gallabuxum til að vera nauðgað. Og við þekkjum bara endalausar sögur um klæðnað brotaþola og að hann skipti í raun og veru einhverju máli. Hann gerir það ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Þetta varð kveikja að nýrri bylgju á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi kvenna birti myndir af buxum sínum undir millimerkinu #mínarbuxur, þar á meðal þingmaður Samfylkingarinnar. Steinunn telur að fræða þurfi dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á einhverjum gömlum hugmyndum um hvernig alvöru nauðgun eigi að líta út. Einhver hugmynd um það að brotaþoli eigi að vera að streitast á móti allan tímann og sé að segja nei og að fatnaðurinn geti einhvern veginn varið brotaþolann gegn nauðguninni,“ segir Steinunn. Var málflutningur mannsins talinn trúverðugri en konunnar vegna þess að málflutningur hennar hélst ekki alveg stöðugur í gegn um allt ferlið. „En ef maður þekkir eitthvað til áfallaviðbragða og áfallastreitu í kjölfar nauðgunar þá eru þetta ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjanesbær Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Atvikið átti sér stað árið 2019. Konan segir manninn hafa haldið sér fastri og nauðgað sér, hún frosið en ítrekað beðið hann um að hætta. Dómurinn hefur vakið mikla athygli og er það helst orðalag og rökstuðningur dómarans sem vekur reiði almennings. „Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim.“ segir í dómnum. Klæðaburður brotaþola skipti ekki máli „Þetta með buxurnar - þetta er svona saga sem maður er búinn að heyra aftur og aftur. Ég man fyrir nokkrum árum þá varð allt brjálað erlendis út af nákvæmlega sama dæmi þar sem að kona þótti vera í of þröngum gallabuxum til að vera nauðgað. Og við þekkjum bara endalausar sögur um klæðnað brotaþola og að hann skipti í raun og veru einhverju máli. Hann gerir það ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Þetta varð kveikja að nýrri bylgju á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi kvenna birti myndir af buxum sínum undir millimerkinu #mínarbuxur, þar á meðal þingmaður Samfylkingarinnar. Steinunn telur að fræða þurfi dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á einhverjum gömlum hugmyndum um hvernig alvöru nauðgun eigi að líta út. Einhver hugmynd um það að brotaþoli eigi að vera að streitast á móti allan tímann og sé að segja nei og að fatnaðurinn geti einhvern veginn varið brotaþolann gegn nauðguninni,“ segir Steinunn. Var málflutningur mannsins talinn trúverðugri en konunnar vegna þess að málflutningur hennar hélst ekki alveg stöðugur í gegn um allt ferlið. „En ef maður þekkir eitthvað til áfallaviðbragða og áfallastreitu í kjölfar nauðgunar þá eru þetta ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjanesbær Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira