Segir MeToo-hreyfinguna vera hryðjuverkasamtök Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. apríl 2022 14:00 Marianne Stidsen segir einnig að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu. Vísir/Getty Lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla hefur sakað MeToo-hreyfinguna og baráttusamtök hinsegin fólks um að vera hryðjuverkasamtök. Hún hefur sjálf verið kærð fyrir stórfelldan ritstuld og hefur nú látið af störfum við háskólann. Marianne Stidsen hefur verið lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla í aldarfjórðung. Hún hefur skrifað fjölda bóka og fræðigreina og er meðlimur í Dönsku akademíunni. Fyrir nokkrum árum fór að standa nokkur styrr um persónu Stidsens, en þó aðallega um skoðanir hennar. Stidsen hefur nefnilega talað gegn MeToo hreyfingunni og samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Vill að forsprakkar MeToo verði sóttir til saka Hún kallar MeToo-hreyfinguna ítrekað hryðjuverkasamtök í greinum sem hún hefur skrifað í dönsk dagblöð á síðustu árum. Hún gengur reyndar ennþá lengra og segir orðið tímabært að sækja helstu aðgerðasinna MeToo-hreyfingarinnar til saka samkvæmt hryðjuverkaákvæði danskra laga, en refsing við að brjóta það ákvæði getur verið allt að ævilangt fangelsi. Hún segir að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu, skýrt dæmi um það sé að opinberar stofnanir séu farnir að flagga regnbogafána hinsegin fólks við byggingar sínar í tíma og ótíma. Það sé á engan hátt eðlilegt. Hún hefur varað við því að þessi barátta geti hreinlega leitt til þess að hinn frjálsi heimur líði undir lok og hefur líkt hugmyndafræði þeirra við nasisma, stalínisma og kommúnisma. Sek um ritstuld í doktorsritgerð Marianne Stidsen var í fyrra kærð til siðanefndar Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritstuld í doktorsritgerð sinni sem hún varði árið 2015. Stidsen segist vera fórnarlamb hugmyndafræðilegra ofsókna sem hafi það að markmiði að hindra að fólk sem ekki sé sammála MeToo-hreyfingunni skuli helst ekki hafa rétt á því að vera með vinnu. Svokölluð slaufunarmenning. Hin óformlega MeToo-hreyfing hefur verið fyrirferðamikil í þjóðfélagsumræðunni á síðastliðnum árum.Getty Niðurstaða rannsóknar siðanefndarinnar er engu að síður að Stidsen sé sek um ritstuld í doktorsritgerð sinni. 159 dæmi séu um slíkt á blaðsíðunum 1.300. Stidsen heldur þó til streitu sakleysi sínu, segist hafa umorðað texta frá uppsláttarritum og alfræðiorðabókum og að slíkt sé ekki ritstuldur. Helsti stuðningsmaður Stidsens er Morten Messerschmidt, sem er formaður Danska þjóðarflokksins sem hefur helst unnið sér til frægðar, eða vansæmdar, að berjast af krafti gegn réttindum flóttafólks og innflytjenda. Hann segir í samtali við Weekendavisen að háskólinn vilji losna við hana, einfaldlega af því að hún hafi andmælt þeirri hugmyndafræði sem þar sé við lýði. Hann viðurkennir þó að hafa hvorki kynnt sér ritgerð Stidsens né greinargerð siðanefndar, en byggi þessa skoðun sína eingöngu á samtölum við Stidsen. Stidsen hefur sagt upp störfum við stofnun Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og málvísindum eftir 25 ára starf. Hún segist hafa fórnað öllu fyrir háskólann sem hafi losað sig við hana fyrir það eitt að vera gagnrýnin rödd í lýðræðissamfélagi. MeToo Danmörk Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Marianne Stidsen hefur verið lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla í aldarfjórðung. Hún hefur skrifað fjölda bóka og fræðigreina og er meðlimur í Dönsku akademíunni. Fyrir nokkrum árum fór að standa nokkur styrr um persónu Stidsens, en þó aðallega um skoðanir hennar. Stidsen hefur nefnilega talað gegn MeToo hreyfingunni og samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Vill að forsprakkar MeToo verði sóttir til saka Hún kallar MeToo-hreyfinguna ítrekað hryðjuverkasamtök í greinum sem hún hefur skrifað í dönsk dagblöð á síðustu árum. Hún gengur reyndar ennþá lengra og segir orðið tímabært að sækja helstu aðgerðasinna MeToo-hreyfingarinnar til saka samkvæmt hryðjuverkaákvæði danskra laga, en refsing við að brjóta það ákvæði getur verið allt að ævilangt fangelsi. Hún segir að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu, skýrt dæmi um það sé að opinberar stofnanir séu farnir að flagga regnbogafána hinsegin fólks við byggingar sínar í tíma og ótíma. Það sé á engan hátt eðlilegt. Hún hefur varað við því að þessi barátta geti hreinlega leitt til þess að hinn frjálsi heimur líði undir lok og hefur líkt hugmyndafræði þeirra við nasisma, stalínisma og kommúnisma. Sek um ritstuld í doktorsritgerð Marianne Stidsen var í fyrra kærð til siðanefndar Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritstuld í doktorsritgerð sinni sem hún varði árið 2015. Stidsen segist vera fórnarlamb hugmyndafræðilegra ofsókna sem hafi það að markmiði að hindra að fólk sem ekki sé sammála MeToo-hreyfingunni skuli helst ekki hafa rétt á því að vera með vinnu. Svokölluð slaufunarmenning. Hin óformlega MeToo-hreyfing hefur verið fyrirferðamikil í þjóðfélagsumræðunni á síðastliðnum árum.Getty Niðurstaða rannsóknar siðanefndarinnar er engu að síður að Stidsen sé sek um ritstuld í doktorsritgerð sinni. 159 dæmi séu um slíkt á blaðsíðunum 1.300. Stidsen heldur þó til streitu sakleysi sínu, segist hafa umorðað texta frá uppsláttarritum og alfræðiorðabókum og að slíkt sé ekki ritstuldur. Helsti stuðningsmaður Stidsens er Morten Messerschmidt, sem er formaður Danska þjóðarflokksins sem hefur helst unnið sér til frægðar, eða vansæmdar, að berjast af krafti gegn réttindum flóttafólks og innflytjenda. Hann segir í samtali við Weekendavisen að háskólinn vilji losna við hana, einfaldlega af því að hún hafi andmælt þeirri hugmyndafræði sem þar sé við lýði. Hann viðurkennir þó að hafa hvorki kynnt sér ritgerð Stidsens né greinargerð siðanefndar, en byggi þessa skoðun sína eingöngu á samtölum við Stidsen. Stidsen hefur sagt upp störfum við stofnun Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og málvísindum eftir 25 ára starf. Hún segist hafa fórnað öllu fyrir háskólann sem hafi losað sig við hana fyrir það eitt að vera gagnrýnin rödd í lýðræðissamfélagi.
MeToo Danmörk Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira