Vara við fuglaflensu sem berist líklega til landsins með vorinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2022 10:48 Fuglaflensan mun líklega berast hingað til lands með farfuglum í vor. Getty Ekkert lát er á útbreiðslu skæðrar fuglaflensu í Evrópu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Sérstakar reglur um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að flensan berist í íslenska fugla hafa verið setttar í gildi. Samkvæmt nýjum reglum þurfa fuglaeigendur að gæta sérstakra sóttvarna til að fyrirbyggja að fuglaflensuveirur berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum. Mörg tilfelli af fuglaflensu, í flestum tilfellum H5N1 afbrigði veirunnar, hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglr hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun að nær öruggt sé að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs sýndu fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fulum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að þetta endurtaki sig í ár og er því mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þá þurfi að muna hina þrjá mikilvægu þættina í sóttvörnum: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Það feli einna helst í sér aðskilnað villtra fugla frá fuglum í haldi, til dæmis með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Þá er almenningur hvattur til að tilkynna dauða villtra fugla ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: 1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi. Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum þurfa fuglaeigendur að gæta sérstakra sóttvarna til að fyrirbyggja að fuglaflensuveirur berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum. Mörg tilfelli af fuglaflensu, í flestum tilfellum H5N1 afbrigði veirunnar, hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglr hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun að nær öruggt sé að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs sýndu fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fulum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að þetta endurtaki sig í ár og er því mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þá þurfi að muna hina þrjá mikilvægu þættina í sóttvörnum: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Það feli einna helst í sér aðskilnað villtra fugla frá fuglum í haldi, til dæmis með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Þá er almenningur hvattur til að tilkynna dauða villtra fugla ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: 1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.
1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira