Kveðst hafa verið sagt upp á Fréttablaðinu af pólitískum ástæðum Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2022 16:50 Sigmundur Ernir Rúnarsson, Helgi Vífill Júlíusson og Guðmundur Gunnarsson. Samsett Helgi Vífill Júlíusson, fráfarandi fréttastjóri Markaðarins, segir það hafa komið sér verulega í opna skjöldu þegar honum var sagt upp störfum með minna en tveggja daga fyrirvara. Greinilegt sé að pólitísk, frekar en fagleg sjónarmið hafi ráðið för. Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar, hafi verið ráðinn nýr fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Helgi tók við af Herði Ægissyni sem hætti á Markaðnum til að stofna Innherja, nýjan viðskiptamiðil á Vísi. Helgi segir að Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi sagt sér upp störfum undir lok dags á miðvikudag. Að morgni föstudags, innan við tveimur sólarhringum síðar, var Guðmundur mættur til starfa á ritstjórn Fréttablaðsins. Helga var ekki boðið að starfa áfram eftir að Guðmundur tæki við. Óvissutímar fram undan Helgi segir að stjórnendur blaðsins hafi ekki gagnrýnt störf sín fram að þessu en Sigmundur hafi nú vísað til þess að hann vildi auka lestur Markaðarins og sjá fleiri skúbb. Ráðning Guðmundar kom Helga sömuleiðis á óvart. „Manni finnst kannski liggja í augum uppi að þetta er pólitísk ráðning. Aðaleigandi blaðsins Helgi Magnússon kom að stofnun Viðreisnar og svo ráða þeir þennan varaþingmann Viðreisnar. Ég hef verið viðskiptablaðamaður frá árinu 2006 með hléum en hann hefur enga reynslu af viðskiptablaðamennsku og litla reynslu af viðskiptalífinu.“ Helgi hyggst ekki vinna uppsagnarfrest sinn og segir óvissu ríkja um framhaldið hjá sér. „Ég er bara að lenda, er með minn uppsagnarfrest og uppsafnað sumarleyfi. Annað liggur alls ekki fyrir.“ Sigmundur Ernir, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í skriflegu svari að Guðmundur sé lærður blaðamaður með margra ára reynslu. Hann sé fagmaður og láti því ekki skoðanir sínar þvælast fyrir sér í starfi. Vistaskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33 Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Viðreisnar, hafi verið ráðinn nýr fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Helgi tók við af Herði Ægissyni sem hætti á Markaðnum til að stofna Innherja, nýjan viðskiptamiðil á Vísi. Helgi segir að Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi sagt sér upp störfum undir lok dags á miðvikudag. Að morgni föstudags, innan við tveimur sólarhringum síðar, var Guðmundur mættur til starfa á ritstjórn Fréttablaðsins. Helga var ekki boðið að starfa áfram eftir að Guðmundur tæki við. Óvissutímar fram undan Helgi segir að stjórnendur blaðsins hafi ekki gagnrýnt störf sín fram að þessu en Sigmundur hafi nú vísað til þess að hann vildi auka lestur Markaðarins og sjá fleiri skúbb. Ráðning Guðmundar kom Helga sömuleiðis á óvart. „Manni finnst kannski liggja í augum uppi að þetta er pólitísk ráðning. Aðaleigandi blaðsins Helgi Magnússon kom að stofnun Viðreisnar og svo ráða þeir þennan varaþingmann Viðreisnar. Ég hef verið viðskiptablaðamaður frá árinu 2006 með hléum en hann hefur enga reynslu af viðskiptablaðamennsku og litla reynslu af viðskiptalífinu.“ Helgi hyggst ekki vinna uppsagnarfrest sinn og segir óvissu ríkja um framhaldið hjá sér. „Ég er bara að lenda, er með minn uppsagnarfrest og uppsafnað sumarleyfi. Annað liggur alls ekki fyrir.“ Sigmundur Ernir, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í skriflegu svari að Guðmundur sé lærður blaðamaður með margra ára reynslu. Hann sé fagmaður og láti því ekki skoðanir sínar þvælast fyrir sér í starfi.
Vistaskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33 Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1. apríl 2022 13:33
Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50