Réðst á konu eftir aðgerð og veittist svo að föður hennar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2022 15:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Norðurlandi eystra sætir þriggja mánaða nálgunarbanni en hann er grunaður um að hafa beitt konu ofbeldi eftir að hún gekkst undir aðgerð. Þegar faðir konunnar reyndi að tala um fyrir manninum er hann sagður hafa veist að föðurnum. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að karlmaðurinn skildi sæta nálgunarbanni næstu þrjá mánuðina. Í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er haft eftir konunni að hún hafi farið í aðgerð á dögunum. Ekki kemur fram í úrskurði Landsréttar hver tengsl konunnar og karlmannsins hafi verið. Flest bendir til þess að þau hafi átt í ástarsambandi þó það sé ekki sagt beinum orðum. Eftir að hún hafi komið heim hafi henni liðið illa og þess vegna lagst í rúm sitt. Þá hafi karlmaðurinn byrjað að rífa af henni sængina, snúa henni að sér og rífa í hana en við það hafi farið að blæða úr skurðinum. Þá hafi karlmaðurinn tekið um báðar axlir hennar, dregið hana fram úr rúminu og niður á gólfið, dregið hana stutta vegalengd eftir gólfinu til að tuska hana til, eins og það er orðað í greinargerð lögreglu. Hann hafi stigið með öðrum fæti ofan á bringu hennar og háls, tekið hana hálstaki tvisvar, kýlt hana í brjóstið og hægri öxl. Þá hafi hann ýtt með höfði sínu í skurðsárið. Við það hafi konan barið frá sér og lamið í karlmanninn, bæði í höfuð og aftan á herðar hans. Á þessu hafi gengið í rúman sólarhring en á endanum hafi hún flúið heimilið ásamt dóttur sinni og leitað til föður síns. Síðar sama dag hafi feðginin farið saman að ræða við karlmanninn. Faðirinn hafi viljað tryggja öryggi dóttur sinnar. Karlmaðurinn hafi verið á heimili konunnar, reiðst henni og veist að föður hennar. Komið hafi til átaka þeirra á milli. Dómstólar litu til þess að karlmaðurinn var í fyrra dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás á konuna með því að hafa ráðist að henni og snúið niður í gólfið þannig að hún hafi rekið höfuðið í timburhillu í herberginu. Svo hafi hann tekið hana hálstaki og hert að. Karlmaðurinn játaði sök í málinu. Bæði héraðsdómur og svo Landsréttur féllust á kröfu lögreglu um nálgunarbann. Karlmanninum er meinað að koma nær heimili konunnar en sem nemur 25 metrum. Þá má hann ekki setja sig í samband við hana, hvorki á almannafæri né eftir öðrum leiðum. Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að karlmaðurinn skildi sæta nálgunarbanni næstu þrjá mánuðina. Í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er haft eftir konunni að hún hafi farið í aðgerð á dögunum. Ekki kemur fram í úrskurði Landsréttar hver tengsl konunnar og karlmannsins hafi verið. Flest bendir til þess að þau hafi átt í ástarsambandi þó það sé ekki sagt beinum orðum. Eftir að hún hafi komið heim hafi henni liðið illa og þess vegna lagst í rúm sitt. Þá hafi karlmaðurinn byrjað að rífa af henni sængina, snúa henni að sér og rífa í hana en við það hafi farið að blæða úr skurðinum. Þá hafi karlmaðurinn tekið um báðar axlir hennar, dregið hana fram úr rúminu og niður á gólfið, dregið hana stutta vegalengd eftir gólfinu til að tuska hana til, eins og það er orðað í greinargerð lögreglu. Hann hafi stigið með öðrum fæti ofan á bringu hennar og háls, tekið hana hálstaki tvisvar, kýlt hana í brjóstið og hægri öxl. Þá hafi hann ýtt með höfði sínu í skurðsárið. Við það hafi konan barið frá sér og lamið í karlmanninn, bæði í höfuð og aftan á herðar hans. Á þessu hafi gengið í rúman sólarhring en á endanum hafi hún flúið heimilið ásamt dóttur sinni og leitað til föður síns. Síðar sama dag hafi feðginin farið saman að ræða við karlmanninn. Faðirinn hafi viljað tryggja öryggi dóttur sinnar. Karlmaðurinn hafi verið á heimili konunnar, reiðst henni og veist að föður hennar. Komið hafi til átaka þeirra á milli. Dómstólar litu til þess að karlmaðurinn var í fyrra dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás á konuna með því að hafa ráðist að henni og snúið niður í gólfið þannig að hún hafi rekið höfuðið í timburhillu í herberginu. Svo hafi hann tekið hana hálstaki og hert að. Karlmaðurinn játaði sök í málinu. Bæði héraðsdómur og svo Landsréttur féllust á kröfu lögreglu um nálgunarbann. Karlmanninum er meinað að koma nær heimili konunnar en sem nemur 25 metrum. Þá má hann ekki setja sig í samband við hana, hvorki á almannafæri né eftir öðrum leiðum.
Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira