Úkraínskur flóttamaður æfir með Man City: Bróðir hans berst við Rússa heima fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 08:01 Andrii Kravchuk æfir nú með U-23 ára liði Manchester City þökk sé landa hans Oleksandr Zinchenko. BBC Sport Úkraínskur flóttamaður hefur fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 23 ára gamli Andrii Kravchuk var í æfingaferð í Tyrklandi með félagsliði sínu, hinu rússneska Torpedo Moskvu, þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst. Kravchuk rifti samningi sínum við liðið hið snarasta og hefur nú fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Oleksandr Zinchenko, landi hans og fyrrum samherji í unglingaliði Shakhtar Donetsk, hjálpaði Kravchuk að komast til Manchester og sá til þess að hann gæti æft með U-23 ára liði félagsins. Í viðtali á vef breska ríkisútvarpsins segir Kravchuk það hafa verið mjög óþægilegt að vera á mála hjá rússnesku félagi eftir innrás Rússa. „Ég var að spila í landi sem réðst inn í heimaland mitt. Það eina í stöðunni var að yfirgefa félagið og Rússland. Fólk í Úkraínu hefði aldrei fyrirgefið mér hefði ég haldið áfram að spila í Moskvu.“ Manchester City have allowed Ukrainian refugee Andrii Kravchuk to train with them, following approval from the Premier League. He is a former teammate of Oleksandr Zinchenko who recently terminated his contract with Torpedo Moscow and fled to Manchester. #ManCity— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) March 31, 2022 Fjölskylda Kravchuk er sem stendur enn í Úkraínu og bróðir hans Aleks er hluti af herliðinu sem hefur barist við Rússa allt síðan innrásin hófst. „Ég segi honum á hverjum degi hversu stoltur ég er. Ekki aðeins því hann er að verja fjölskyldu okkar heldur er hann að velja landið allt og úkraínsku þjóðina. Hann fer ekki fet og gefst ekki upp,“ sagði Kravchuk um bróðir sinn. „Ég hef miklar áhyggjur. Ég er í ýmsum hópspjöllum í símanum mínum og er alltaf að fá tilkynningar um sprengjuviðvaranir. Alltaf þegar ein slík kemur upp þá verð ég mjög áhyggjufullur. Maður hugsar alltaf um að fjölskylda manns sé í lífshættu.“ Kravchuk er ævinlega þakklátur Manchester City sem og landa sínum Zinchenko. „Síðustu vikur og mánuðir hafa verið mjög erfiðir en að vera kominn aftur út á völl gerir mjög mikið fyrir mig,“ sagði hinn 23 ára gamli Úkraínumaður að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Andrii Kravchuk var í æfingaferð í Tyrklandi með félagsliði sínu, hinu rússneska Torpedo Moskvu, þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst. Kravchuk rifti samningi sínum við liðið hið snarasta og hefur nú fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Oleksandr Zinchenko, landi hans og fyrrum samherji í unglingaliði Shakhtar Donetsk, hjálpaði Kravchuk að komast til Manchester og sá til þess að hann gæti æft með U-23 ára liði félagsins. Í viðtali á vef breska ríkisútvarpsins segir Kravchuk það hafa verið mjög óþægilegt að vera á mála hjá rússnesku félagi eftir innrás Rússa. „Ég var að spila í landi sem réðst inn í heimaland mitt. Það eina í stöðunni var að yfirgefa félagið og Rússland. Fólk í Úkraínu hefði aldrei fyrirgefið mér hefði ég haldið áfram að spila í Moskvu.“ Manchester City have allowed Ukrainian refugee Andrii Kravchuk to train with them, following approval from the Premier League. He is a former teammate of Oleksandr Zinchenko who recently terminated his contract with Torpedo Moscow and fled to Manchester. #ManCity— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) March 31, 2022 Fjölskylda Kravchuk er sem stendur enn í Úkraínu og bróðir hans Aleks er hluti af herliðinu sem hefur barist við Rússa allt síðan innrásin hófst. „Ég segi honum á hverjum degi hversu stoltur ég er. Ekki aðeins því hann er að verja fjölskyldu okkar heldur er hann að velja landið allt og úkraínsku þjóðina. Hann fer ekki fet og gefst ekki upp,“ sagði Kravchuk um bróðir sinn. „Ég hef miklar áhyggjur. Ég er í ýmsum hópspjöllum í símanum mínum og er alltaf að fá tilkynningar um sprengjuviðvaranir. Alltaf þegar ein slík kemur upp þá verð ég mjög áhyggjufullur. Maður hugsar alltaf um að fjölskylda manns sé í lífshættu.“ Kravchuk er ævinlega þakklátur Manchester City sem og landa sínum Zinchenko. „Síðustu vikur og mánuðir hafa verið mjög erfiðir en að vera kominn aftur út á völl gerir mjög mikið fyrir mig,“ sagði hinn 23 ára gamli Úkraínumaður að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira