Mapi Leon, Aitana Bonmati, Claudia Pina, Alexia Putellas og Caroline Hansen gerðu mörk heimakvenna og sneru leiknum við eftir að Madrid komst í 1-2 forskot með mörkum Zornoza og Olga.
Ríkjandi Evrópumeistarar í Barcelona unnu fyrri leikinn í Madrid 1-3 og fara því sannfærandi áfram í undanúrslitin eftir samanlagðan 3-8 sigur á erkifjendunum.
Í undanúrslitum mun Barcelona mæta annaðhvort Arsenal eða Wolfsburg.
BARCELONA THROUGH AND THROUGH @alexiaputellas 🙌 pic.twitter.com/OPf3hXisTR
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 30, 2022