Helmingur allra þungana án ásetnings Heimsljós 30. mars 2022 10:56 UNFPA Því sem næst helmingur allra þungana í heiminum, um 121 milljón á ári hverju, er án ásetnings, en margar konur og stúlkur sem verða barnshafandi hafa ekkert val, segir í nýrri stöðuskýrslu um mannafjöldaþróun í heiminum. Í skýrslunni er varað við því að þessi skortur á mannréttindum hafi djúpstæðar afleiðingar fyrir samfélög, einkum konur og stúlkur. Rúmlega sex af hverjum tíu þungunum sem ekki eru áformaðar lýkur með þungunarrofi. Margar slíkar aðgerðir, eða um 45 prósent, eru gerðar við ófullkomnar aðstæður og í sumum tilvikum leiðir þungunarrofið til andláts móður. Samkvæmt skýrslunni eru 5-13 prósent mæðradauða rakin til þungunarrofs við ófullkomnar aðstæður. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, gefur út skýrsluna sem heitir: Að sjá það ósýnilega: Um aðgerðir gegn vanræktri kreppu ófyrirséðra þungana ‑ Seeing the Unseen: The case for action in the neglected crisis of unintended pregnancy. Í skýrslunni kemur fram að líklegt sé að innrásin í Úkraínu og önnur stríðsátök í heiminum fjölgi þungunum án ásetnings af tvíþættum ástæðum, annars vegar verra aðgengi að getnaðarvörnum og hins vegar auknu kynferðisofbeldi. Þá segir í skýrslunni að fjölmargir aðrir þættir endurspegli þann þrýsting sem samfélög setja á konur og stúlkur um að þær verði mæður. Talið er að 257 milljónir kvenna í heiminum sem vilja forðast að verða barnshafandi noti ekki öruggar getnaðarvarnir. Þá er talið – þar sem gögn liggja fyrir – að tæplega fjórðungur kvenna hafi ekki vald til þess að segja nei við kynlífi. „Þessi skýrsla opnar augu okkar fyrir yfirþyrmandi fjölda þungana án ásetnings og sýnir að ekki hefur tekist að tryggja konum og stúlkum grundvallar mannréttindi,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Þungunarrof Kynferðisofbeldi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent
Rúmlega sex af hverjum tíu þungunum sem ekki eru áformaðar lýkur með þungunarrofi. Margar slíkar aðgerðir, eða um 45 prósent, eru gerðar við ófullkomnar aðstæður og í sumum tilvikum leiðir þungunarrofið til andláts móður. Samkvæmt skýrslunni eru 5-13 prósent mæðradauða rakin til þungunarrofs við ófullkomnar aðstæður. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, gefur út skýrsluna sem heitir: Að sjá það ósýnilega: Um aðgerðir gegn vanræktri kreppu ófyrirséðra þungana ‑ Seeing the Unseen: The case for action in the neglected crisis of unintended pregnancy. Í skýrslunni kemur fram að líklegt sé að innrásin í Úkraínu og önnur stríðsátök í heiminum fjölgi þungunum án ásetnings af tvíþættum ástæðum, annars vegar verra aðgengi að getnaðarvörnum og hins vegar auknu kynferðisofbeldi. Þá segir í skýrslunni að fjölmargir aðrir þættir endurspegli þann þrýsting sem samfélög setja á konur og stúlkur um að þær verði mæður. Talið er að 257 milljónir kvenna í heiminum sem vilja forðast að verða barnshafandi noti ekki öruggar getnaðarvarnir. Þá er talið – þar sem gögn liggja fyrir – að tæplega fjórðungur kvenna hafi ekki vald til þess að segja nei við kynlífi. „Þessi skýrsla opnar augu okkar fyrir yfirþyrmandi fjölda þungana án ásetnings og sýnir að ekki hefur tekist að tryggja konum og stúlkum grundvallar mannréttindi,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Þungunarrof Kynferðisofbeldi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent