Au pair látin gista í lítilli geymslu með bráðabirgðatjaldi Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2022 10:31 Konan hætti störfum hjá vistfjölskyldunni eftir tveggja mánaða starf. Sagði hún vinnuframlagið of mikið og aðstæðurnar óviðunandi. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að afturkalla dvalarleyfi filippseyskrar konu sem starfaði sem „au pair“ hjá íslenskri fjölskyldu. Leyfið var afturkallað eftir að konan hætti störfum hjá fjölskyldunni vegna aðstæðna sem hún lýsti sem óviðunandi. Konan lýsti því að hún hefði meðal annars verið látin gista í lítilli geymslu með bráðabirgðatjaldi í stað hurðar sem hægt var að sjá og heyra í gegnum. Auk þess að vinnuframlagið sem farið var fram á hafi verið allt of mikið. Í úrskurði kærunefndar segir að konan hafi fengið útgefið dvalarleyfi vegna svokallaðrar vistráðningar (au pair) í maí síðastliðinn og með gildistíma í eitt ár. Segir að fljótlega hafi komið upp ágreiningur milli konunnar og vistfjölskyldu varðandi aðstæður hennar og vinnufyrirkomulag. Konan yfirgaf að lokum heimilið og er í dag hjá annarri vistfjölskyldu. Útlendingastofnun afturkallaði dvalarleyfi konunnar í janúar síðastliðinn, þar sem talið var að skilyrði fyrir útgefnu dvalarleyfi væru ekki lengur uppfyllt. Konan kærði málið til kærunefndar útlendingamála. Lítil geymsla án hurðar Í úrskurðinum er rakið að konan hafi, áður en hún kom til landsins, verið í samskiptum við vistmóðurina þar sem hún hafi fengið þær upplýsingar að hún fengi sitt eigið herbergi. Þegar hún hafi komið til landsins hafi hins vegar komið í ljós að um væri að ræða litla geymslu sem ekki hafi verið hurð á heldur „bráðabirgðatjald sem hægt hafi verið að sjá og heyra í gegnum“. Ennfremur hafi öll vistfjölskyldan gengið inn í herbergið í tíma og ótíma. Varðandi vinnuframlag konunnar segir í úrskurðinum að áður hafi verið rætt um að vinna konunnar myndi felast í umönnun barnanna og léttum heimilisstörfum. „Annað hafi þó komið á daginn, hún hafi sinnt nær öllum hreingerningum í húsinu, þrifið bifreiðar fjölskyldunnar og unnið í fyrirtæki þeirra. Til þess að klára þessi húsverk hafi kærandi þurft að vakna kl. 8 á morgnana og vinna til kl. 14. Hafi vistfaðir kæranda oftast komið heim með þrjú yngstu börnin um kl. 16 og hafi kærandi annast þau fram að kvöldmat en að honum loknum hafi kærandi átt að taka til eftir kvöldmatinn og sjá til þess að húsið væri hreint. Hafi vinnudegi hennar því lokið um kl. 20-20:30,“ segir í úrskurðinum. Þá segir að konan hafi einnig gætt barnanna þegar foreldrarnir hafi farið út á kvöldin eða um helgar. Sagði vinnuálagið of mikið Konan ræddi svo við vistmóðurina og sagði vinnuálagið vera allt of mikið. Viðbrögðin hafi verið á þá leið ef þetta væri erfitt fyrir hana þá gæti hún komið sér út og endurgreitt allan kostnað vegna vistráðningarinnar. Konan tilkynnti vistmóður að hún gæti ekki starfað við þessar aðstæður og í framhaldi af því hafði hún samband við vistmóður vinkonu sinnar sem hafi boðið sér húsaskjól og síðar starf sem au pair. Núverandi vistmóðir hafði samband við Útlendingastofnun þar sem hún var hvött til að veita konunni húsaskjól. Fyrri vistmóðir hafi hins vegar neitað að samþykkja riftun á samningi fyrr en konan væri búin að endurgreiða allan kostnað vegna vistráðningarinnar. Afarkostir Í úrskurðinum segir að ljóst megi vera að fyrir lægi óumdeild riftun í málinu, bæði munnleg og skrifleg, sem fyrrum vistmóðir hafi neitað að rita undir. Segir í úrskurðinum að ekki sé hægt að gera þá kröfu að ung stúlka sem komi hingað til lands í vistráðningu frá Filippseyjum birti slíka riftun með stefnuvotti eða öðrum sambærilegum hætti. „Þá verði einnig að taka tillit til þess að fyrrum vistmóðir hennar hafi sjálf sett kæranda þá afarkosti að hún skyldi sætta sig við vinnutíma, verkefni og annað sem brjóti gegn vistsamningnum, lögum og reglum eða ella koma sér út af heimilinu. Þá hafi hún viljað að kærandi kæmi sér út af heimilinu þegar í stað. Hafi aðstæður kæranda verið með þeim hætti að henni hafi verið heimilt að rifta samningnum án tafar og beri því að ógilda hina kærðu ákvörðun.“ Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að au pair sé heimilt að gera samning um nýja vistráðningu við nýja vistfjölskyldu að uppfylltum öllum skilyrðum ákvæðis útlendingalaga. Skuli samanlagður dvalartími hjá vistfjölskyldum þá ekki vera lengri en eitt ár. Kærunefndin taldi að ákvörðun Útlendingastofnunar um að afturkalla dvalarleyfið væri ekki í samræmi við lög og því hafi verið rétt að fella ákvörðunina úr gildi. Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Konan lýsti því að hún hefði meðal annars verið látin gista í lítilli geymslu með bráðabirgðatjaldi í stað hurðar sem hægt var að sjá og heyra í gegnum. Auk þess að vinnuframlagið sem farið var fram á hafi verið allt of mikið. Í úrskurði kærunefndar segir að konan hafi fengið útgefið dvalarleyfi vegna svokallaðrar vistráðningar (au pair) í maí síðastliðinn og með gildistíma í eitt ár. Segir að fljótlega hafi komið upp ágreiningur milli konunnar og vistfjölskyldu varðandi aðstæður hennar og vinnufyrirkomulag. Konan yfirgaf að lokum heimilið og er í dag hjá annarri vistfjölskyldu. Útlendingastofnun afturkallaði dvalarleyfi konunnar í janúar síðastliðinn, þar sem talið var að skilyrði fyrir útgefnu dvalarleyfi væru ekki lengur uppfyllt. Konan kærði málið til kærunefndar útlendingamála. Lítil geymsla án hurðar Í úrskurðinum er rakið að konan hafi, áður en hún kom til landsins, verið í samskiptum við vistmóðurina þar sem hún hafi fengið þær upplýsingar að hún fengi sitt eigið herbergi. Þegar hún hafi komið til landsins hafi hins vegar komið í ljós að um væri að ræða litla geymslu sem ekki hafi verið hurð á heldur „bráðabirgðatjald sem hægt hafi verið að sjá og heyra í gegnum“. Ennfremur hafi öll vistfjölskyldan gengið inn í herbergið í tíma og ótíma. Varðandi vinnuframlag konunnar segir í úrskurðinum að áður hafi verið rætt um að vinna konunnar myndi felast í umönnun barnanna og léttum heimilisstörfum. „Annað hafi þó komið á daginn, hún hafi sinnt nær öllum hreingerningum í húsinu, þrifið bifreiðar fjölskyldunnar og unnið í fyrirtæki þeirra. Til þess að klára þessi húsverk hafi kærandi þurft að vakna kl. 8 á morgnana og vinna til kl. 14. Hafi vistfaðir kæranda oftast komið heim með þrjú yngstu börnin um kl. 16 og hafi kærandi annast þau fram að kvöldmat en að honum loknum hafi kærandi átt að taka til eftir kvöldmatinn og sjá til þess að húsið væri hreint. Hafi vinnudegi hennar því lokið um kl. 20-20:30,“ segir í úrskurðinum. Þá segir að konan hafi einnig gætt barnanna þegar foreldrarnir hafi farið út á kvöldin eða um helgar. Sagði vinnuálagið of mikið Konan ræddi svo við vistmóðurina og sagði vinnuálagið vera allt of mikið. Viðbrögðin hafi verið á þá leið ef þetta væri erfitt fyrir hana þá gæti hún komið sér út og endurgreitt allan kostnað vegna vistráðningarinnar. Konan tilkynnti vistmóður að hún gæti ekki starfað við þessar aðstæður og í framhaldi af því hafði hún samband við vistmóður vinkonu sinnar sem hafi boðið sér húsaskjól og síðar starf sem au pair. Núverandi vistmóðir hafði samband við Útlendingastofnun þar sem hún var hvött til að veita konunni húsaskjól. Fyrri vistmóðir hafi hins vegar neitað að samþykkja riftun á samningi fyrr en konan væri búin að endurgreiða allan kostnað vegna vistráðningarinnar. Afarkostir Í úrskurðinum segir að ljóst megi vera að fyrir lægi óumdeild riftun í málinu, bæði munnleg og skrifleg, sem fyrrum vistmóðir hafi neitað að rita undir. Segir í úrskurðinum að ekki sé hægt að gera þá kröfu að ung stúlka sem komi hingað til lands í vistráðningu frá Filippseyjum birti slíka riftun með stefnuvotti eða öðrum sambærilegum hætti. „Þá verði einnig að taka tillit til þess að fyrrum vistmóðir hennar hafi sjálf sett kæranda þá afarkosti að hún skyldi sætta sig við vinnutíma, verkefni og annað sem brjóti gegn vistsamningnum, lögum og reglum eða ella koma sér út af heimilinu. Þá hafi hún viljað að kærandi kæmi sér út af heimilinu þegar í stað. Hafi aðstæður kæranda verið með þeim hætti að henni hafi verið heimilt að rifta samningnum án tafar og beri því að ógilda hina kærðu ákvörðun.“ Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að au pair sé heimilt að gera samning um nýja vistráðningu við nýja vistfjölskyldu að uppfylltum öllum skilyrðum ákvæðis útlendingalaga. Skuli samanlagður dvalartími hjá vistfjölskyldum þá ekki vera lengri en eitt ár. Kærunefndin taldi að ákvörðun Útlendingastofnunar um að afturkalla dvalarleyfið væri ekki í samræmi við lög og því hafi verið rétt að fella ákvörðunina úr gildi.
Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira