Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Sverrir Mar Smárason skrifar 29. mars 2022 21:41 Íslenska liðið mátti þola stórt tap gegn því spænska í kvöld. Angel Martinez/Getty Images Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. Fyrir leikinn gáfu margir sér það að hann yrði erfiður fyrir íslenska liðið og að Spánn myndi stýra öllu sem fram færi. Sú varð raunin því leikurinn fór strax af stað eins og hann átti eftir að verða í 90 mínútur. Aðeins mínútu eftir upphafsspyrnuna var Marcos Llorente sloppinn aftur fyrir vörn Íslands og átti fyrirgjöf inn í teiginn á Alvaró Morata sem náði þó ekki snertingu á boltann. Jordi Alba, sem var virkilega öflugur í leiknum í kvöld, komst í sífellu aftur fyrir Alfons Sampsted, hægri bakvörð Íslands, og átti fjölmargar sendingar bæði inn í og út í teiginn þar sem hann var að búa til færi fyrir félaga sína. Íslenska liðið náði að standa sóknarþunga Spánverja af sér í tæpar 37 mínútur. Þá sprengdu Spánverjar upp vörn Íslands með frábærri sendingu frá varnarmanninum Hugo í gegnum alla varnarblokk Íslands. Carlos Soler lét boltann fara fram hjá sér og inn í teiginn á Alvaró Morata sem fór illa með Alfons Sampsted áður en hann lagði boltann fram hjá Rúnari Alex í marki Íslands og braut ísinn fyrir Spán. Einungis tveimur mínútum síðar var Dani Olmo kominn með boltann inn í teig Íslands. Olmo reyndi að leika á Birki Bjarnason sem tókst vel því Birkir gat lítið annað en að brjóta á honum og víti dæmt. Alvaró Morata steig þá á punktinn, sendi Rúnar Alex í vitlaust horn og kom Spánverjum 2-0 yfir í leiknum sem var staðan í hálfleik. Síðari hálfleikur var beint framhald af þeim fyrri. Aftur fékk Spánn færi rúmri mínútu eftir upphafsflautið. Jordi Alba komst í enn eitt skiptið aftur fyrir og sendi góða sendingu fyrir markið. Nú mætti Yeremy Pino á endann á sendingunni. Yeremy vann Daníel Leó í loftinu, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og kom Spáni þremur mörkum yfir. Eina marktilraun Íslands kom á 51. mínútu leiksins. Spánverjar lentu þá í vandræðum í sínum uppspili og Stefán Teitur Þórðarson komst í boltann. Stefán reyndi skot með vinstri fæti frá vítateigslínu en í varnarmann, aftur fyrir endamörk og Ísland uppskar sitt eina horn. Ekkert varð svo úr horninu. Bæði lið gerðu skiptingar á 58. mínútu. Spánverjar gerðu þrjár breytingar en Marcos Alonso, Pablo Sarabia og Ferran Torres komu inn í stað Jordi Alba, Koke og Alvaró Morata. Ísland gerði tvær breytingar. Inná komu Höskuldur Gunnlaugsson og Arnór Sigurðsson í stað Arons Elís Þrándarsonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Varamenn Spánar áttu eftir að hafa mikil áhrif á leikinn og gerðu það strax. Mínútu eftir að hafa komið inná slapp Marcos Alonso í gegn upp í vinstra hornið og átti frábæra sendingu inn í teiginn, beint á Pablo Sarabia sem skallaði boltann í netið. Góð samvinna varamannanna og Spánverjar komnir í 4-0. Spánn hélt áfram að sækja og skapa sér færi og oftar en ekki var uppskriftin sú sama. Hún var það svo sannarlega á 73. mínútu þegar Marcos Alonso slapp aftur inn fyrir vörnina og nú keyrði hann inn í teiginn. Alonso sendi svo fasta sendingu fyrir markið og framhjá Rúnari Alex markveði þar sem Pablo Sarabia hafði komið sér fram fyrir Hörð Björgvin. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Sarabia sem kom Spáni í 5-0. Það sem eftir lifði leiks hélt Spánn áfram að halda boltanum á vallarhelmingi Íslands og skapa sér færi. Ákefðin minnkaði þó talsvert og Ísland fékk að snerta boltann oftar og meira undir lok leiks. Allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 5-0 sigur heimamanna í alltof auðveldum leik fyrir þá spænsku. Af hverju vann Spánn? Þeir eru á margfalt betri stað sem landslið en við erum í dag. Frábærir leikmenn sem vinna gríðarlega vel saman og allir með sitt hlutverk á hreinu. Íslenska liðið var lítil fyrirstaða í kvöld. Spánn vann einfaldlega af því að Spánn er miklu betra en Ísland árið 2022. Hverjir voru bestir? Carlos Soler og Jordi Alba voru menn leiksins að mínu mati. Carlos Soler stýrði öllu miðju spili og fann sendingar á bakvið vörn Íslands trekk í trekk. Jordi Alba kom sér sífellt í plássin á bakvið og lagði upp mjög mörg færi. Alvaró Morata skorar tvö mörk, sem er vel gert, en hann hefði getað gert fleiri. Mér fannst Brynjar Ingi og Daníel Leó standa sig vel í því að loka á Morata og halda honum í skefjum heilt yfir. Innkoma Marcos Alonso og Pablo Sarabia var einnig mjög góð. Hvað hefði mátt betur fara? Það er ansi mikið og það er ekkert sem ég leysi hér í þessari umfjöllun. Íslenska liðið þarf að halda áfram að þróast sem lið og finna út úr því hvaða leikstíll hentar liðinu best. Gegn Finnum gekk ágætlega að halda boltanum og láta boltann ganga en í kvöld var aðeins spilaður varnarleikur og Spánverjar 80% með boltann. Við einfaldlega þurfum meiri reynslu inn í liðið og að mínu mati væri það með fleiri eldri leikmönnum í bland við þá yngri. Hvað gerist næst? Næst er það Þjóðadeildin í sumar þar sem Ísland spilar í B-deild. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Ísrael ytra fimmtudaginn 2. júní. Fótbolti Landslið karla í fótbolta
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. Fyrir leikinn gáfu margir sér það að hann yrði erfiður fyrir íslenska liðið og að Spánn myndi stýra öllu sem fram færi. Sú varð raunin því leikurinn fór strax af stað eins og hann átti eftir að verða í 90 mínútur. Aðeins mínútu eftir upphafsspyrnuna var Marcos Llorente sloppinn aftur fyrir vörn Íslands og átti fyrirgjöf inn í teiginn á Alvaró Morata sem náði þó ekki snertingu á boltann. Jordi Alba, sem var virkilega öflugur í leiknum í kvöld, komst í sífellu aftur fyrir Alfons Sampsted, hægri bakvörð Íslands, og átti fjölmargar sendingar bæði inn í og út í teiginn þar sem hann var að búa til færi fyrir félaga sína. Íslenska liðið náði að standa sóknarþunga Spánverja af sér í tæpar 37 mínútur. Þá sprengdu Spánverjar upp vörn Íslands með frábærri sendingu frá varnarmanninum Hugo í gegnum alla varnarblokk Íslands. Carlos Soler lét boltann fara fram hjá sér og inn í teiginn á Alvaró Morata sem fór illa með Alfons Sampsted áður en hann lagði boltann fram hjá Rúnari Alex í marki Íslands og braut ísinn fyrir Spán. Einungis tveimur mínútum síðar var Dani Olmo kominn með boltann inn í teig Íslands. Olmo reyndi að leika á Birki Bjarnason sem tókst vel því Birkir gat lítið annað en að brjóta á honum og víti dæmt. Alvaró Morata steig þá á punktinn, sendi Rúnar Alex í vitlaust horn og kom Spánverjum 2-0 yfir í leiknum sem var staðan í hálfleik. Síðari hálfleikur var beint framhald af þeim fyrri. Aftur fékk Spánn færi rúmri mínútu eftir upphafsflautið. Jordi Alba komst í enn eitt skiptið aftur fyrir og sendi góða sendingu fyrir markið. Nú mætti Yeremy Pino á endann á sendingunni. Yeremy vann Daníel Leó í loftinu, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og kom Spáni þremur mörkum yfir. Eina marktilraun Íslands kom á 51. mínútu leiksins. Spánverjar lentu þá í vandræðum í sínum uppspili og Stefán Teitur Þórðarson komst í boltann. Stefán reyndi skot með vinstri fæti frá vítateigslínu en í varnarmann, aftur fyrir endamörk og Ísland uppskar sitt eina horn. Ekkert varð svo úr horninu. Bæði lið gerðu skiptingar á 58. mínútu. Spánverjar gerðu þrjár breytingar en Marcos Alonso, Pablo Sarabia og Ferran Torres komu inn í stað Jordi Alba, Koke og Alvaró Morata. Ísland gerði tvær breytingar. Inná komu Höskuldur Gunnlaugsson og Arnór Sigurðsson í stað Arons Elís Þrándarsonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Varamenn Spánar áttu eftir að hafa mikil áhrif á leikinn og gerðu það strax. Mínútu eftir að hafa komið inná slapp Marcos Alonso í gegn upp í vinstra hornið og átti frábæra sendingu inn í teiginn, beint á Pablo Sarabia sem skallaði boltann í netið. Góð samvinna varamannanna og Spánverjar komnir í 4-0. Spánn hélt áfram að sækja og skapa sér færi og oftar en ekki var uppskriftin sú sama. Hún var það svo sannarlega á 73. mínútu þegar Marcos Alonso slapp aftur inn fyrir vörnina og nú keyrði hann inn í teiginn. Alonso sendi svo fasta sendingu fyrir markið og framhjá Rúnari Alex markveði þar sem Pablo Sarabia hafði komið sér fram fyrir Hörð Björgvin. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Sarabia sem kom Spáni í 5-0. Það sem eftir lifði leiks hélt Spánn áfram að halda boltanum á vallarhelmingi Íslands og skapa sér færi. Ákefðin minnkaði þó talsvert og Ísland fékk að snerta boltann oftar og meira undir lok leiks. Allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 5-0 sigur heimamanna í alltof auðveldum leik fyrir þá spænsku. Af hverju vann Spánn? Þeir eru á margfalt betri stað sem landslið en við erum í dag. Frábærir leikmenn sem vinna gríðarlega vel saman og allir með sitt hlutverk á hreinu. Íslenska liðið var lítil fyrirstaða í kvöld. Spánn vann einfaldlega af því að Spánn er miklu betra en Ísland árið 2022. Hverjir voru bestir? Carlos Soler og Jordi Alba voru menn leiksins að mínu mati. Carlos Soler stýrði öllu miðju spili og fann sendingar á bakvið vörn Íslands trekk í trekk. Jordi Alba kom sér sífellt í plássin á bakvið og lagði upp mjög mörg færi. Alvaró Morata skorar tvö mörk, sem er vel gert, en hann hefði getað gert fleiri. Mér fannst Brynjar Ingi og Daníel Leó standa sig vel í því að loka á Morata og halda honum í skefjum heilt yfir. Innkoma Marcos Alonso og Pablo Sarabia var einnig mjög góð. Hvað hefði mátt betur fara? Það er ansi mikið og það er ekkert sem ég leysi hér í þessari umfjöllun. Íslenska liðið þarf að halda áfram að þróast sem lið og finna út úr því hvaða leikstíll hentar liðinu best. Gegn Finnum gekk ágætlega að halda boltanum og láta boltann ganga en í kvöld var aðeins spilaður varnarleikur og Spánverjar 80% með boltann. Við einfaldlega þurfum meiri reynslu inn í liðið og að mínu mati væri það með fleiri eldri leikmönnum í bland við þá yngri. Hvað gerist næst? Næst er það Þjóðadeildin í sumar þar sem Ísland spilar í B-deild. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Ísrael ytra fimmtudaginn 2. júní.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti