Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2022 13:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði samninganefndirnar þegar fundurinn hófst. epa/Tyrkneska forsetaembættið Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. Þá hafa Úkraínumenn í fyrsta sinn greint frá tillögum sínum í heild en þær fela meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að ákvörðun um framtíð Krímskaga verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um málið fara fram. Mevut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði næsta skref fund milli utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands, þar sem þeir myndu ræða það sem fram fór milli samninganefndanna í dag. Rússar hafa þegar gefið út að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin til að skoða fund Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta um leið og samningsdrög liggja fyrir. Ágreiningurinn um Donbas enn óleystur Báðir aðilar höfðu leitast við að draga úr væntingum fyrir fundinn og þá höfðu erlendir embættismenn einnig sagt litlar líkur á stórum tíðindum að honum loknum. Bandaríkjamenn sögðu meðal annars að engar vísbendingar væru uppi um að sáttarhugur væri í Pútín. Þegar fundinum lauk í hádeginu var hins vegar greint frá því að Rússar hefðu ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn lagt tillögur sínar í heild á borðið. Í þeim felst að Úkraína lýsir yfir hlutleysi og skuldbindur sig til þess að sækjast ekki eftir aðild að Nató né heimila erlendar herstöðvar í landinu. Skilyrði fyrir þessu er að erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael, skuldbindi sig til að tryggja öryggi landsins, það er að segja grípa til varna ef Rússar ráðast aftur gegn Úkraínu. Hvað varðar framtíð Krímskaga og Donbas-héraðanna, sem eru ef til vill stærsti ásteytingarsteinninn, leggja Úkraínumenn til að ákvörðun um Krím verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um landsvæðið fara fram. Þeir vilja hins vegar ekki gefa Donbas-héruðin eftir. Eiginhagsmunagæsla? Rússar hafa nú þegar sagt að þeir geri ekki lengur kröfu um stjórnarskipti í Kænugarði né afvopnun Úkraínu. Þá virðast þeir vera að draga úr tali um „afnasistavæðingu“ landsins. Þeir eru hins vegar ekki líklegir til að gefa Donbas-héruðin eftir, þar sem ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir síðast í morgun að „frelsun“ svæðisins væru nú og hefði alltaf verið aðal markmið hinna „sérstöku hernaðaraðgerða“. Þarna ber að hafa í huga að ákvörðun Rússa um að draga úr aðgerðum við Kænugarð er ekki síður heppileg fyrir þá sjálfa, þar sem mjög hefur gengið á herafla þeirra í Úkraínu og fleiri manna þörf ef þeir hyggjast taka Donbas-héruðin. Vladimir Medisnky, aðalsamningamaður Rússa, sagði viðræðurnar í dag hafa verið uppbyggilegar og að Rússar væru að taka tvö skref til að draga úr átökum. Rússar hefðu móttekið tillögur Úkraínumanna, sem yrðu skoðaðar, afhentar forsetanum og þeim síðan svarað. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Þá hafa Úkraínumenn í fyrsta sinn greint frá tillögum sínum í heild en þær fela meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að ákvörðun um framtíð Krímskaga verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um málið fara fram. Mevut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði næsta skref fund milli utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands, þar sem þeir myndu ræða það sem fram fór milli samninganefndanna í dag. Rússar hafa þegar gefið út að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin til að skoða fund Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta um leið og samningsdrög liggja fyrir. Ágreiningurinn um Donbas enn óleystur Báðir aðilar höfðu leitast við að draga úr væntingum fyrir fundinn og þá höfðu erlendir embættismenn einnig sagt litlar líkur á stórum tíðindum að honum loknum. Bandaríkjamenn sögðu meðal annars að engar vísbendingar væru uppi um að sáttarhugur væri í Pútín. Þegar fundinum lauk í hádeginu var hins vegar greint frá því að Rússar hefðu ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn lagt tillögur sínar í heild á borðið. Í þeim felst að Úkraína lýsir yfir hlutleysi og skuldbindur sig til þess að sækjast ekki eftir aðild að Nató né heimila erlendar herstöðvar í landinu. Skilyrði fyrir þessu er að erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael, skuldbindi sig til að tryggja öryggi landsins, það er að segja grípa til varna ef Rússar ráðast aftur gegn Úkraínu. Hvað varðar framtíð Krímskaga og Donbas-héraðanna, sem eru ef til vill stærsti ásteytingarsteinninn, leggja Úkraínumenn til að ákvörðun um Krím verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um landsvæðið fara fram. Þeir vilja hins vegar ekki gefa Donbas-héruðin eftir. Eiginhagsmunagæsla? Rússar hafa nú þegar sagt að þeir geri ekki lengur kröfu um stjórnarskipti í Kænugarði né afvopnun Úkraínu. Þá virðast þeir vera að draga úr tali um „afnasistavæðingu“ landsins. Þeir eru hins vegar ekki líklegir til að gefa Donbas-héruðin eftir, þar sem ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir síðast í morgun að „frelsun“ svæðisins væru nú og hefði alltaf verið aðal markmið hinna „sérstöku hernaðaraðgerða“. Þarna ber að hafa í huga að ákvörðun Rússa um að draga úr aðgerðum við Kænugarð er ekki síður heppileg fyrir þá sjálfa, þar sem mjög hefur gengið á herafla þeirra í Úkraínu og fleiri manna þörf ef þeir hyggjast taka Donbas-héruðin. Vladimir Medisnky, aðalsamningamaður Rússa, sagði viðræðurnar í dag hafa verið uppbyggilegar og að Rússar væru að taka tvö skref til að draga úr átökum. Rússar hefðu móttekið tillögur Úkraínumanna, sem yrðu skoðaðar, afhentar forsetanum og þeim síðan svarað.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira