Tússpennar og spreybrúsar upphafið
Áhugi hans á listsköpun kviknaði fyrst á unglingsárunum þar sem hann fékk útrás fyrir sköpunargleðinni með tússpenna og spreybrúsa við hönd. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Árni Már setti upp sína fyrstu listasýningu í Hinu Húsinu rúmlega tvítugur og eftir það var ekki aftur snúið.
Alltaf að
Viðbrögðin voru þeim mun meiri en hann hafði búist við og hefur myndlistin verið órjúfanlegur hluti af lífi hans allar götur síðan. Hann fór í kjölfarið og menntaði sig en lifaða reynslan og fjölbreyttu verkefnin hafa nýst honum vel.
„Ástæðan fyrir því að ég er kominn á þann stað sem ég er í dag er síður menntun.
Það er meira það að vera alltaf með þessa stöðugu þörf á að vera að gera eitthvað. Að þurfa alltaf að vera að, að búa til einhver verkefni, setja upp sýningar, að hafa eitthvað action. Það er það sem hefur skilað mér mestum árangri hugsa ég,“
segir Árni Már.
Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.