Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2022 16:52 Auðjöfurinn Roman Abramovich hefur komið að friðarviðræðum milli Úkraínu og Rússlands. Getty/Mikhail Svetlov Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að allir mennirnir hafi sýnt einkenni sem séu í samræmi að eitrað hafi verið fyrir þeim en óvíst er hvort það hafi verið gert með efnavopni eða öðrum aðferðum. Þá hafa forsvarsmenn rannsóknarsamtakanna Bellingcat eftir sérfræðingum í eitrunum að hinni meintu eiturefnaárás á Abramovich og meðlimi sendinefndar Úkraínu hafi líklega ekki verið ætlað bana þeim. Líklega hafi markmiðið verið að hræða þá en mennirnir telja að harðlínumenn í Moskvu hafi eitrað fyrir þeim, án þess þó að vita hverjir. The experts said the dosage and type of toxin used was likely insufficient to cause life-threatening damage, and most likely was intended to scare the victims as opposed to cause permanent damage. The victims said they were not aware of who might have had an interest in an attack— Bellingcat (@bellingcat) March 28, 2022 Mennirnir eru sagðir hafa fundið verulega til í augum og húð þeirra á höndum og andliti flagnaði af. Abramovich missti sjón í nokkrar klukkustundir eftir eitrunina, samkvæmt Guardian, og var færður á sjúkrahús í Tyrklandi. Þeir eru þó allir sagðir hafa jafnað sig. Meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana degi eftir eitrunina Degi eftir að hin meinta eitrun gegn Roman Abramovich og þremur meðlimum sendinefndar Úkraínu í friðarviðræðum við Rússa var framin, var annar meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana af leyniþjónustu Úkraínu. Þetta var þann 5. mars og var sagt frá því í vakt Vísis þann daginn að fjölmiðlar í Rússlandi sögðu Denis Kireyev hafa verið handtekinn fyrir landráð og tekinn af lífi án dóms og laga. Úkraínumenn sögðu hins vegar að hann hefði verið skotinn til bana við handtöku. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að allir mennirnir hafi sýnt einkenni sem séu í samræmi að eitrað hafi verið fyrir þeim en óvíst er hvort það hafi verið gert með efnavopni eða öðrum aðferðum. Þá hafa forsvarsmenn rannsóknarsamtakanna Bellingcat eftir sérfræðingum í eitrunum að hinni meintu eiturefnaárás á Abramovich og meðlimi sendinefndar Úkraínu hafi líklega ekki verið ætlað bana þeim. Líklega hafi markmiðið verið að hræða þá en mennirnir telja að harðlínumenn í Moskvu hafi eitrað fyrir þeim, án þess þó að vita hverjir. The experts said the dosage and type of toxin used was likely insufficient to cause life-threatening damage, and most likely was intended to scare the victims as opposed to cause permanent damage. The victims said they were not aware of who might have had an interest in an attack— Bellingcat (@bellingcat) March 28, 2022 Mennirnir eru sagðir hafa fundið verulega til í augum og húð þeirra á höndum og andliti flagnaði af. Abramovich missti sjón í nokkrar klukkustundir eftir eitrunina, samkvæmt Guardian, og var færður á sjúkrahús í Tyrklandi. Þeir eru þó allir sagðir hafa jafnað sig. Meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana degi eftir eitrunina Degi eftir að hin meinta eitrun gegn Roman Abramovich og þremur meðlimum sendinefndar Úkraínu í friðarviðræðum við Rússa var framin, var annar meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana af leyniþjónustu Úkraínu. Þetta var þann 5. mars og var sagt frá því í vakt Vísis þann daginn að fjölmiðlar í Rússlandi sögðu Denis Kireyev hafa verið handtekinn fyrir landráð og tekinn af lífi án dóms og laga. Úkraínumenn sögðu hins vegar að hann hefði verið skotinn til bana við handtöku.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira