Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2022 11:54 Rússneskir hermenn á ferðinni í Volnovakha. Getty/Sefa Karacan Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar. Úkraínumenn hafa nýtt sér það í árásir á sveitir Rússa Einn sérfræðingur sagði Washington Post að vísbendingar bentu til þess að Bandaríkin og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu útvegað Úkraínumönnum búnað til að trufla talstöðvarsendingar Rússa. Búnað sem einnig sé hægt að nota til að finna uppruna útsendinga og gera þannig árásir á stjórnstöðvar Rússa í Úkraínu. New York Times sagði frá því fyrr í innrásinni að minnst einn rússneskur herforingi hafi verið felldur í loftárás eftir að Úkraínumenn hleruðu farsíma hans. Þessi vandi á ekki við allar hersveitir Rússa. Margar eru vel búnar samskiptabúnaði og sýna meiri aga. Með því að ráðast á sendingarstöðvar Rússa geta Úkraínumenn þar að auki þvingað rússneska hermenn til að notast við opinn samskiptabúnað og auka líkurnar á því að hægt sé að hlusta á samskipti þeirra eða finna þá sem eiga í samskiptum. Mörgu um að kenna Áðurnefndur sérfræðingur, sem heitir Kostas Tigkos, sagði WP einni að Rússar hefðu gert átak í samskiptabúnaði herafla ríkisins á undanförnum áratugum. Vandamálið sneri að miklu leyti að aga, undirbúningi, þjálfun og skipulagi. Það væri eitt að þróa góða talstöð sem virkar vel. Það væri þó allt annað að nota þá talstöð, byggja samskiptanet og samhæfa umfangsmikla hernaðaraðgerð. Úkraínumenn hafa einnig hlerað samtöl rússneskra hermanna við fjölskyldumeðlimi sína í Rússlandi. Þá hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi jafnvel hringt í rússneska hermenn og hvatt þá til að gefast upp. Það hafa áhugamenn um talstöðvar gert einnig. Þeir hafa hlustað á samskipti rússneskra hermanna, truflað samtöl þeirra, hvatt þá til að gefast upp og fara aftur til Rússlands. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu New York Times á vandamálum Rússa og hlusta á samskipti hermanna á milli. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Úkraínumenn hafa nýtt sér það í árásir á sveitir Rússa Einn sérfræðingur sagði Washington Post að vísbendingar bentu til þess að Bandaríkin og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu útvegað Úkraínumönnum búnað til að trufla talstöðvarsendingar Rússa. Búnað sem einnig sé hægt að nota til að finna uppruna útsendinga og gera þannig árásir á stjórnstöðvar Rússa í Úkraínu. New York Times sagði frá því fyrr í innrásinni að minnst einn rússneskur herforingi hafi verið felldur í loftárás eftir að Úkraínumenn hleruðu farsíma hans. Þessi vandi á ekki við allar hersveitir Rússa. Margar eru vel búnar samskiptabúnaði og sýna meiri aga. Með því að ráðast á sendingarstöðvar Rússa geta Úkraínumenn þar að auki þvingað rússneska hermenn til að notast við opinn samskiptabúnað og auka líkurnar á því að hægt sé að hlusta á samskipti þeirra eða finna þá sem eiga í samskiptum. Mörgu um að kenna Áðurnefndur sérfræðingur, sem heitir Kostas Tigkos, sagði WP einni að Rússar hefðu gert átak í samskiptabúnaði herafla ríkisins á undanförnum áratugum. Vandamálið sneri að miklu leyti að aga, undirbúningi, þjálfun og skipulagi. Það væri eitt að þróa góða talstöð sem virkar vel. Það væri þó allt annað að nota þá talstöð, byggja samskiptanet og samhæfa umfangsmikla hernaðaraðgerð. Úkraínumenn hafa einnig hlerað samtöl rússneskra hermanna við fjölskyldumeðlimi sína í Rússlandi. Þá hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi jafnvel hringt í rússneska hermenn og hvatt þá til að gefast upp. Það hafa áhugamenn um talstöðvar gert einnig. Þeir hafa hlustað á samskipti rússneskra hermanna, truflað samtöl þeirra, hvatt þá til að gefast upp og fara aftur til Rússlands. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu New York Times á vandamálum Rússa og hlusta á samskipti hermanna á milli.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46
Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00
Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01