Olíuverð lækkar vegna Covid-takmarkana í Sjanghæ Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2022 07:45 Útgöngubannið er til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. AP Töluverðar lækkanir urðu á olíuverði á Asíumörkuðum við opnun þeirra í nótt og er lækkunin rakin til þeirrar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja útgöngubann í stórborginni Sjanghæ. Útgöngubannið er til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og hófst það í morgun með því að austurhluta borgarinnar var lokað. Á föstudaginn kemur svo röðin að vesturhluta borgarinnar en alls búa um 25 milljónir manna í borginni, sem er viðskiptamiðstöð Kína. Kórónuveiran hefur verið í uppsveiflu í borginni síðustu vikur en hingað til hafa yfirvöld þráast við að beita jafn hörðum aðgerðum þar eins og þau hafa gert annarsstaðar í landinu, í ljósi mikilvægis borgarinnar fyrir viðskiptalífið. Brent-hráolían lækkaði um fjóra dollara á tunnuna við opnun markaða en þrátt fyrir þá skörpu lækkun er olíuverð þó enn í hæstu hæðum, eða um áttatíu prósent hærra en það var fyrir ári, sem rekja má að miklu leyti til stríðsins í Úkraínu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bensín og olía Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Útgöngubannið er til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og hófst það í morgun með því að austurhluta borgarinnar var lokað. Á föstudaginn kemur svo röðin að vesturhluta borgarinnar en alls búa um 25 milljónir manna í borginni, sem er viðskiptamiðstöð Kína. Kórónuveiran hefur verið í uppsveiflu í borginni síðustu vikur en hingað til hafa yfirvöld þráast við að beita jafn hörðum aðgerðum þar eins og þau hafa gert annarsstaðar í landinu, í ljósi mikilvægis borgarinnar fyrir viðskiptalífið. Brent-hráolían lækkaði um fjóra dollara á tunnuna við opnun markaða en þrátt fyrir þá skörpu lækkun er olíuverð þó enn í hæstu hæðum, eða um áttatíu prósent hærra en það var fyrir ári, sem rekja má að miklu leyti til stríðsins í Úkraínu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bensín og olía Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira