Claire Emslie kom Everton yfir strax á fjórðu mínútu áður en Alessia Russo jafnaði leikinn tíu mínútum fyrir hálfleik. Á 54. mínútu kom Katie Zelem United yfir áður en hún lagði upp lokamark leiksins fyrir Russo sem skoraði annað mark sitt og gulltryggði sigur Manchester United.
United fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig og eru nú fimm stigum á eftir Arsenal sem er í efsta sætinu. Everton er áfram í níunda sætinu með 17 stig.
Foreldrar Maríu voru á Old Trafford í dag og geta því fagnað sigrinum með dóttur sinni í Manchester í dag.