Alexandra Jóhannsdóttir byrjaði á varamannabekk Frankfurt en kom inn á völlinn á 67. mínútu. Mark Frankfurt kom þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.
Wolfsburg styrkir stöðu sínu á toppi deildarinnar með sigrinum en liðið er nú með fjögurra stiga forskot á Bayern München en Bayern á þó einn leik til góða. Frankfurt er áfram í fjórða sætinu með 34 stig, 13 stigum á eftir toppliði Wolfsburg.