Vörum bænda hent í gáma við verslanir eftir síðasta söludag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2022 13:03 Kjöt frá bændum á kæli í sláturhúsi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagsmenn í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar hafa verulegar áhyggjur af matarsóun í verslunum landsins, sem lýsir því sér að vörum bænda sé hent í gáma og þar með í ruslið ef þær seljast ekki. Í Bændablaðinu, sem kom út í vikunni er m.a. sagt frá ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þar sem talað er um ólíðandi viðskiptahætti verslana, sem oft og tíðum henda vörum, ekki síst landbúnaðarvörum þegar þær eru komnar á síðasta söludag. Þær fari beint í ruslagáma við verslanirnar. Sigurgeir Hreinsson er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. „Ályktunin snýst um það að ýta á, bæði matvöruverslanir og afurðastöðvar að hafa ábyrgð á innsetningu á vörum, sem eru í verslunum til þess að það nýtist sem best,“ segir hann. Sigurgeir segir það lensku hjá verslunum að fylla öll kæliborð af matvöru svo þau líti vel út, sem þýðir það að töluvert af vörunni fer yfir á síðasta söludag. „Og því miður hefur verið henni hent og það hafa verið samningar þannig að afurðastöðvarnar hafa verið skyldugar að taka þetta til baka. Það er eitthvað sem þarf að breyta til þess að minnka matarsóun,“ segir Sigurgeir. En þetta hlýtur að vera fúlt fyrir bændur og búalið að vera að framleiða úrvalsvöru og svo er henni kannski bara hent, eða hvað? „Það er bara djöfullegt eins og maður segir.“ Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem segir djöfullegt ef vörum bænda er hent úr veslunum séu þær komnar á síðasta söludag. Hann segir verslanir panta alltof mikið af vörum til að láta kæliborðin líta vel út.AÐSEND Sigurgeir segir að það þurfa að breyta samningnum þannig að afurðastöðvarnar þurfi ekki að taka vörur til baka, heldur séu þær á ábyrgð verslunarinnar og þá myndi þær hugsa betur um vörurnar sínar. „Nú væri bara gott að fjölmiðlarnir hefðu daglega vakt á gámum í kringum verslanir og athuga hvort það sé verið að henda vöru,“ segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalfundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel. Eyjafjarðarsveit Akureyri Landbúnaður Verslun Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Í Bændablaðinu, sem kom út í vikunni er m.a. sagt frá ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þar sem talað er um ólíðandi viðskiptahætti verslana, sem oft og tíðum henda vörum, ekki síst landbúnaðarvörum þegar þær eru komnar á síðasta söludag. Þær fari beint í ruslagáma við verslanirnar. Sigurgeir Hreinsson er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. „Ályktunin snýst um það að ýta á, bæði matvöruverslanir og afurðastöðvar að hafa ábyrgð á innsetningu á vörum, sem eru í verslunum til þess að það nýtist sem best,“ segir hann. Sigurgeir segir það lensku hjá verslunum að fylla öll kæliborð af matvöru svo þau líti vel út, sem þýðir það að töluvert af vörunni fer yfir á síðasta söludag. „Og því miður hefur verið henni hent og það hafa verið samningar þannig að afurðastöðvarnar hafa verið skyldugar að taka þetta til baka. Það er eitthvað sem þarf að breyta til þess að minnka matarsóun,“ segir Sigurgeir. En þetta hlýtur að vera fúlt fyrir bændur og búalið að vera að framleiða úrvalsvöru og svo er henni kannski bara hent, eða hvað? „Það er bara djöfullegt eins og maður segir.“ Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem segir djöfullegt ef vörum bænda er hent úr veslunum séu þær komnar á síðasta söludag. Hann segir verslanir panta alltof mikið af vörum til að láta kæliborðin líta vel út.AÐSEND Sigurgeir segir að það þurfa að breyta samningnum þannig að afurðastöðvarnar þurfi ekki að taka vörur til baka, heldur séu þær á ábyrgð verslunarinnar og þá myndi þær hugsa betur um vörurnar sínar. „Nú væri bara gott að fjölmiðlarnir hefðu daglega vakt á gámum í kringum verslanir og athuga hvort það sé verið að henda vöru,“ segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalfundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel.
Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel.
Eyjafjarðarsveit Akureyri Landbúnaður Verslun Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira