„Gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. mars 2022 11:31 Söngkonan og lífskúnstnerinn Elísabet Eyþórsdóttir hlakkar mikið til að keppa í Eurovision í vor. Pétur Fjeldsted/Aðsend Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, gjarnan kölluð Beta, kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Þessi lífsglaða kona hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur í mörg ár og segir ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna við og kenna tónlist. Beta er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Beta Ey (@betaey) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég myndi segja að ég væri hress og jákvæð, svona oftast! Ég er líka algjör ofhugsari með mikinn athyglisbrest og get stundum verið svolítið viðkvæm. Hvað veitir þér innblástur? Fólk sem lætur drauma sína rætast sama hvaða hindranir verða á vegi þeirra! Auðmýkt og einlægni! Falleg samskipti og innri fegurð. View this post on Instagram A post shared by Beta Ey (@betaey) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Mér finnst alltaf best að reyna eins og ég get að vera í núinu og muna eftir því sem ég má vera svo þakklát fyrir! Passa að leyfa ekki egóinu að taka stjórnina (þó það sé stundum erfitt að fara eftir því) og treysta því að allt fari eins og það á að fara. Svo finnst mér mjög gott að sofna út frá fallegri hljóðbók til að slökkva á huganum sem verður mjög virkur svona rétt fyrir svefninn, haha. Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Mér finnst frekar erfitt að skipuleggja mig þannig að dagarnir mínir eru voða oft bara svona út um allt. Það sem er hefðbundið er að ég vakna snemma, fæ mér gott kaffi, fer svo að kenna og svo er restin eiginlega bara óskrifað blað, haha. Ég ætla til dæmis alltaf að fara snemma að sofa en það bara gengur alls ekki þar sem ég er mikil B - týpa og verð alltaf voða hress á kvöldin og fer þá oft í að klára ýmis verkefni sem ég hef gleymt að gera yfir daginn! View this post on Instagram A post shared by Beta Ey (@betaey) Uppáhalds lag og af hverju? Úff ég á svo rosalega mörg uppáhalds lög EN lagið sem ég hef hlustað mest á upp á síðkastið heitir The Spoils með Massive Attack og Hope Sandoval. Söngurinn, strengjaútsetningin og bara allt við þetta lag er alveg geggjað! Get hlustað á það endalaust! <a href="https://www.youtube.com/watch?v=8r31DFrFs5A">watch on YouTube</a> Uppáhalds matur og af hverju? Uppáhalds maturinn minn er jólamaturinn sem pabbi gerir. Kjötið, sykruðu kartöflurnar (sem mamma gerir), rauðkálið, SÓSAN og allt sem fylgir! Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Það skemmtilegasta við lífið finnst mér klárlega að vera mamma stráksins míns, eiga æðislega fjölskyldu og vini, fá að kenna og vinna við tónlist. Ég gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan varðandi það að fá að skapa meiri tónlist og auðvitað að fara í Eurovision. Ég er rosalega spennt og finnst ég virkilega heppin að hafa það svona ótrúlega gott! <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vk9D10EyxHA">watch on YouTube</a> Innblásturinn Lífið Eurovision Tengdar fréttir Fær drifkraft frá ömurlegum yfirlýsingum karlrembna Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir samfélagsmiðilinn @karlmennskan sem hann heldur utan um. Í starfi sínu hefur Þorsteinn tekið viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks um ýmis málefni og leggur upp úr mikilvægu samtali um femínisma, jafnrétti og ýmis samfélagsleg málefni. Þorsteinn er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 12. mars 2022 11:30 „Það væri eitthvað mikið að skipulagi dagsins ef fólk hefur ekki tíma til að anda“ Friðrik Agni er lífskúnstner sem er vanur því að halda mörgum boltum á lofti í einu. Í daglegu lífi reynir hann að tileinka sér yfirvegað viðmót og passar upp á að rækta það sem lætur honum líða vel. Friðrik Agni er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 5. mars 2022 07:00 „Innblásturinn er alls staðar ef þú ert móttækilegur“ MMA bardagakappinn Gunnar Nelson er þekktur fyrir yfirvegað viðmót og mikla velgengni í sínu fagi. Gunnar er 33 ára gamall tveggja barna faðir og maki Fransisku Bjarkar Hinriksdóttur, sálfræðings. Gunnar hefur meðal annars gaman að því að læra nýja hluti og passar sig að hafa augun opin fyrir innblæstri úr ýmsum áttum. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Beta Ey (@betaey) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég myndi segja að ég væri hress og jákvæð, svona oftast! Ég er líka algjör ofhugsari með mikinn athyglisbrest og get stundum verið svolítið viðkvæm. Hvað veitir þér innblástur? Fólk sem lætur drauma sína rætast sama hvaða hindranir verða á vegi þeirra! Auðmýkt og einlægni! Falleg samskipti og innri fegurð. View this post on Instagram A post shared by Beta Ey (@betaey) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Mér finnst alltaf best að reyna eins og ég get að vera í núinu og muna eftir því sem ég má vera svo þakklát fyrir! Passa að leyfa ekki egóinu að taka stjórnina (þó það sé stundum erfitt að fara eftir því) og treysta því að allt fari eins og það á að fara. Svo finnst mér mjög gott að sofna út frá fallegri hljóðbók til að slökkva á huganum sem verður mjög virkur svona rétt fyrir svefninn, haha. Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Mér finnst frekar erfitt að skipuleggja mig þannig að dagarnir mínir eru voða oft bara svona út um allt. Það sem er hefðbundið er að ég vakna snemma, fæ mér gott kaffi, fer svo að kenna og svo er restin eiginlega bara óskrifað blað, haha. Ég ætla til dæmis alltaf að fara snemma að sofa en það bara gengur alls ekki þar sem ég er mikil B - týpa og verð alltaf voða hress á kvöldin og fer þá oft í að klára ýmis verkefni sem ég hef gleymt að gera yfir daginn! View this post on Instagram A post shared by Beta Ey (@betaey) Uppáhalds lag og af hverju? Úff ég á svo rosalega mörg uppáhalds lög EN lagið sem ég hef hlustað mest á upp á síðkastið heitir The Spoils með Massive Attack og Hope Sandoval. Söngurinn, strengjaútsetningin og bara allt við þetta lag er alveg geggjað! Get hlustað á það endalaust! <a href="https://www.youtube.com/watch?v=8r31DFrFs5A">watch on YouTube</a> Uppáhalds matur og af hverju? Uppáhalds maturinn minn er jólamaturinn sem pabbi gerir. Kjötið, sykruðu kartöflurnar (sem mamma gerir), rauðkálið, SÓSAN og allt sem fylgir! Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Það skemmtilegasta við lífið finnst mér klárlega að vera mamma stráksins míns, eiga æðislega fjölskyldu og vini, fá að kenna og vinna við tónlist. Ég gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan varðandi það að fá að skapa meiri tónlist og auðvitað að fara í Eurovision. Ég er rosalega spennt og finnst ég virkilega heppin að hafa það svona ótrúlega gott! <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vk9D10EyxHA">watch on YouTube</a>
Innblásturinn Lífið Eurovision Tengdar fréttir Fær drifkraft frá ömurlegum yfirlýsingum karlrembna Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir samfélagsmiðilinn @karlmennskan sem hann heldur utan um. Í starfi sínu hefur Þorsteinn tekið viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks um ýmis málefni og leggur upp úr mikilvægu samtali um femínisma, jafnrétti og ýmis samfélagsleg málefni. Þorsteinn er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 12. mars 2022 11:30 „Það væri eitthvað mikið að skipulagi dagsins ef fólk hefur ekki tíma til að anda“ Friðrik Agni er lífskúnstner sem er vanur því að halda mörgum boltum á lofti í einu. Í daglegu lífi reynir hann að tileinka sér yfirvegað viðmót og passar upp á að rækta það sem lætur honum líða vel. Friðrik Agni er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 5. mars 2022 07:00 „Innblásturinn er alls staðar ef þú ert móttækilegur“ MMA bardagakappinn Gunnar Nelson er þekktur fyrir yfirvegað viðmót og mikla velgengni í sínu fagi. Gunnar er 33 ára gamall tveggja barna faðir og maki Fransisku Bjarkar Hinriksdóttur, sálfræðings. Gunnar hefur meðal annars gaman að því að læra nýja hluti og passar sig að hafa augun opin fyrir innblæstri úr ýmsum áttum. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Fær drifkraft frá ömurlegum yfirlýsingum karlrembna Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir samfélagsmiðilinn @karlmennskan sem hann heldur utan um. Í starfi sínu hefur Þorsteinn tekið viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks um ýmis málefni og leggur upp úr mikilvægu samtali um femínisma, jafnrétti og ýmis samfélagsleg málefni. Þorsteinn er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 12. mars 2022 11:30
„Það væri eitthvað mikið að skipulagi dagsins ef fólk hefur ekki tíma til að anda“ Friðrik Agni er lífskúnstner sem er vanur því að halda mörgum boltum á lofti í einu. Í daglegu lífi reynir hann að tileinka sér yfirvegað viðmót og passar upp á að rækta það sem lætur honum líða vel. Friðrik Agni er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 5. mars 2022 07:00
„Innblásturinn er alls staðar ef þú ert móttækilegur“ MMA bardagakappinn Gunnar Nelson er þekktur fyrir yfirvegað viðmót og mikla velgengni í sínu fagi. Gunnar er 33 ára gamall tveggja barna faðir og maki Fransisku Bjarkar Hinriksdóttur, sálfræðings. Gunnar hefur meðal annars gaman að því að læra nýja hluti og passar sig að hafa augun opin fyrir innblæstri úr ýmsum áttum. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. febrúar 2022 11:30