„Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 12:01 Það reynir mikið á Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, eftir sex tapleiki í röð í öllum keppnum þar af fimm deildartöp í röð. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir að Stjörnumenn þurfi að hreinsa andrúmsloftið ef þeir ætla ekki að líta illa út í úrslitakeppninni. Stjörnumenn fengu langt hlé til að laga hlutina fyrir leik á móti einu neðsta liði deildarinnar en töpuðu á móti Gróttu á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Eftir fimm tapleiki í röð þá var komið að því að Seinni bylgjan færi vel yfir það sem væri að í Garðabænum. „Förum núna aðeins að einbeita okkur að Stjörnuliðinu. Hvað er að hjá Stjörnunni? Við erum búnir að skipta þessu upp í fjóra kafla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer eitt: Þeir nýta ekki dauðafærin. Nýta ekki færin þegar á reynir „Þetta er náttúrulega risafaktor í handbolta, strákar,“ sagði Stefán Árni. „Erum við ekki að tala um að þeir nýti ekki dauðafærin þegar á reynir? Það er mín sýn á þetta. Þegar þeir þurfa virkilega á því að halda að skora þá klikka þeirra,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer tvö. Varnarleikurinn er eins og gatasigti. „Varnarleikurinn er oft á tíðum bara hörmulegur,“ sagði Stefán Árni. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að hjá Stjörnunni? Það er eitthvað í gangi „Það er eitthvað í gangi því þeir eru alveg með mannskap til að spila frábæra vörn. Ég er ekki með neinar innherjaupplýsingar þarna eða neitt en þeir ætla sér pottþétt að spila betri varnarleik en þeir eru að sýna. Þeir eru alveg með nöfn í markinu til að standa undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer þrjú. Gunnar Steinn og Tandri. „Við þurfum að sjá meira frá þessum tveimur leikmönnum. Gunnar Steinn skýtur einu sinni á markið í leiknum í gær og er lítið áræðinn. Patti er ekki að ná að láta Tandra virka nógu vel í þessu Stjörnuliði,“ sagði Stefán Árni. Menn að rífast inn á vellinum „Það var þarna atvik um daginn milli Tandra og Gunnars Steins. Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því. Menn að rífast inn á vellinum. Það er eitthvað í gangi innan liðsins og það eru ekki allir að ganga í takt,“ sagði Rúnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer fjögur: Lítil markvarsla. „Markvarslan er síðan ekki nógu góð,“ sagði Stefán Árni. „Patrekur þarf að breyta þessu og hann þarf eiginlega að breyta öllu,“ sagði Bjarni. „Ef vörnin er mjög opin þá geta þessir markmenn ekki getað meira heldur en einhverjir aðrir,“ sagði Rúnar. Voru eitt heitasta liðið fyrir áramót „Ef þeir ætla ekki að bara líta illa út í úrslitakeppninni Þá verða þeir að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði Rúnar. „Þetta var eitt heitasta liðið fyrir áramót og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þeir gætu farið alla leið. Stjarnan dettur bara út í átta liða úrslitum ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Stefán Árni. „Þetta eru góðir karakterar og ég er ekki sammála því að það sé eitthvað vesen þótt Gunnar Steinn og Tandri hafi verið eitthvað að rífast þarna. Það sýnir bara að þeim er ekki alveg sama. Maður hefur alveg lent í öðru eins,“ sagði Bjarni. Þá finna alla umfjöllunina um ástandið hjá Stjörnunni hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Stjörnumenn fengu langt hlé til að laga hlutina fyrir leik á móti einu neðsta liði deildarinnar en töpuðu á móti Gróttu á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Eftir fimm tapleiki í röð þá var komið að því að Seinni bylgjan færi vel yfir það sem væri að í Garðabænum. „Förum núna aðeins að einbeita okkur að Stjörnuliðinu. Hvað er að hjá Stjörnunni? Við erum búnir að skipta þessu upp í fjóra kafla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer eitt: Þeir nýta ekki dauðafærin. Nýta ekki færin þegar á reynir „Þetta er náttúrulega risafaktor í handbolta, strákar,“ sagði Stefán Árni. „Erum við ekki að tala um að þeir nýti ekki dauðafærin þegar á reynir? Það er mín sýn á þetta. Þegar þeir þurfa virkilega á því að halda að skora þá klikka þeirra,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer tvö. Varnarleikurinn er eins og gatasigti. „Varnarleikurinn er oft á tíðum bara hörmulegur,“ sagði Stefán Árni. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að hjá Stjörnunni? Það er eitthvað í gangi „Það er eitthvað í gangi því þeir eru alveg með mannskap til að spila frábæra vörn. Ég er ekki með neinar innherjaupplýsingar þarna eða neitt en þeir ætla sér pottþétt að spila betri varnarleik en þeir eru að sýna. Þeir eru alveg með nöfn í markinu til að standa undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer þrjú. Gunnar Steinn og Tandri. „Við þurfum að sjá meira frá þessum tveimur leikmönnum. Gunnar Steinn skýtur einu sinni á markið í leiknum í gær og er lítið áræðinn. Patti er ekki að ná að láta Tandra virka nógu vel í þessu Stjörnuliði,“ sagði Stefán Árni. Menn að rífast inn á vellinum „Það var þarna atvik um daginn milli Tandra og Gunnars Steins. Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því. Menn að rífast inn á vellinum. Það er eitthvað í gangi innan liðsins og það eru ekki allir að ganga í takt,“ sagði Rúnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer fjögur: Lítil markvarsla. „Markvarslan er síðan ekki nógu góð,“ sagði Stefán Árni. „Patrekur þarf að breyta þessu og hann þarf eiginlega að breyta öllu,“ sagði Bjarni. „Ef vörnin er mjög opin þá geta þessir markmenn ekki getað meira heldur en einhverjir aðrir,“ sagði Rúnar. Voru eitt heitasta liðið fyrir áramót „Ef þeir ætla ekki að bara líta illa út í úrslitakeppninni Þá verða þeir að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði Rúnar. „Þetta var eitt heitasta liðið fyrir áramót og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þeir gætu farið alla leið. Stjarnan dettur bara út í átta liða úrslitum ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Stefán Árni. „Þetta eru góðir karakterar og ég er ekki sammála því að það sé eitthvað vesen þótt Gunnar Steinn og Tandri hafi verið eitthvað að rífast þarna. Það sýnir bara að þeim er ekki alveg sama. Maður hefur alveg lent í öðru eins,“ sagði Bjarni. Þá finna alla umfjöllunina um ástandið hjá Stjörnunni hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn