Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „falsfréttum“ Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. mars 2022 15:00 Rússneskir hermenn við Maríupól. Getty Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskur herforingi sagði í dag að Rússar hefðu að mestu náð markmiðum sínum í Úkraínu og ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Hann sagði sömuleiðis að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Rússneski herinn viðurkenndi í dag að 1.351 hermaður hafði fallið í Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum áætla að frá sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum. Úkraínski herinn segja að skipið sem Úkraínumenn eyðilögðu við höfnina í Berdyansk í gær hafi ekki verið Orsk, eins og áður var talið, heldur skipið Saratov. Þá hafi tvö önnur lendingaskip, Caesar Kunikov og Novocherkassk, skemmst. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var harðorður þegar hann ávarpaði leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Hann sagði Úkraínumenn þakkláta en ef vesturveldin hefðu gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hefði Pútín líklega ekki ráðist inn í Úkraínu. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir „kjánalegt“ að halda að viðskiptaþvinganir muni hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda í Moskvu. Athafnamenn hafi engin áhrif á stjórnvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag heimsækja Pólland og ferðast allt að 80 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu. Þá mun hann lenda í Varsjá í kvöld. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskur herforingi sagði í dag að Rússar hefðu að mestu náð markmiðum sínum í Úkraínu og ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Hann sagði sömuleiðis að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Rússneski herinn viðurkenndi í dag að 1.351 hermaður hafði fallið í Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum áætla að frá sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum. Úkraínski herinn segja að skipið sem Úkraínumenn eyðilögðu við höfnina í Berdyansk í gær hafi ekki verið Orsk, eins og áður var talið, heldur skipið Saratov. Þá hafi tvö önnur lendingaskip, Caesar Kunikov og Novocherkassk, skemmst. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var harðorður þegar hann ávarpaði leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Hann sagði Úkraínumenn þakkláta en ef vesturveldin hefðu gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hefði Pútín líklega ekki ráðist inn í Úkraínu. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir „kjánalegt“ að halda að viðskiptaþvinganir muni hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda í Moskvu. Athafnamenn hafi engin áhrif á stjórnvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag heimsækja Pólland og ferðast allt að 80 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu. Þá mun hann lenda í Varsjá í kvöld. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira