Úkraínumenn snúa vörn í sókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2022 06:31 Götur Odesa eru stráðar hindrunum gegn skriðdrekum, ef Rússar skyldu ná inn í borgina. AP/Petros Giannakouris Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. Fullyrðingar Úkraínustjórnar virðast ekki byggja á baráttuandanum einum saman heldur er það mat sumra vestrænna embættismanna að ákveðin viðsnúningur hafi orðið á nokkrum stöðum. Guardian hefur til að mynda eftir hershöfðingjanum Mick Smeath, sendifulltrúa Breta í varnarmálum í sendiráðinu í Washington, að samkvæmt breskum öryggisyfirvöldum virðist Úkraínumenn hafa tekið aftur tvo bæi vestur af Kænugarði. „Það er líklegt að árangursríkar mótaðgerðir Úkraínu muni koma niður á getu rússneskra hersveita til að endurskipuleggja sig og halda áfram sókn sinni í átt að Kænugarði,“ segir Smeath. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að Úkraínumönnum hafi tekist að gera árásir á mikilvæg skotmörk, sem hafi neytt Rússa til að senda herafla frá átakasvæðum til að vernda birgðaleiðir. Dæmi um þessar árángursríku árásir væru lendingaskipið og skotvopnabirgðirnar í Berdyansk, sem voru eyðilagðar í gær. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 24 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/2O1nVfKz2k #StandWithUkraine pic.twitter.com/gJ1oY9fUqu— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 24, 2022 Ótrúlega „stöðvanlegir“ Bandaríkjamenn segja Rússa að verða uppiskroppa með nákvæmnisvopn sín og vera líklega til að reiða sig í auknum mæli á hefðbundin skotvopn og svokallaðar „heimskar sprengjur“; sprengjur sem sleppt er úr lofti og valda skaða á þeim stað sem þær lenda, handahófskennt. Associated Press segir frá því að það sem hafi komið einna mest á óvart í stríðinu er hversu illa Rússar hafa staðið að vígi. Eftir tvo áratugi af nútímavæðingu hafi hersveitir þeirra reynst illa undirbúnar, illa samhæfðar og ótrúlega „stöðvanlegar“. Nató áætlar að um 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni og mun fleiri særst. Robert Gates, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar og varnarmálaráðherra, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hljóti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hersveita sinna. „Í Úkraínu erum við að sjá menn sem hafa verið kvaddir til herskyldu ekki vita hvers vegna þeir eru þarna, óæfða og bara stórkostleg vandamál með forystuna og stjórnun og ótrúlega lélega taktík,“ sagði Gates nýlega. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að Úkraínumenn séu nú í sókn á ákveðnum svæðum, hafa Rússar sótt fram annars staðar, til að mynda í Maríupól, og halda víða áfram viðstöðulausum sprengjuárásum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Fullyrðingar Úkraínustjórnar virðast ekki byggja á baráttuandanum einum saman heldur er það mat sumra vestrænna embættismanna að ákveðin viðsnúningur hafi orðið á nokkrum stöðum. Guardian hefur til að mynda eftir hershöfðingjanum Mick Smeath, sendifulltrúa Breta í varnarmálum í sendiráðinu í Washington, að samkvæmt breskum öryggisyfirvöldum virðist Úkraínumenn hafa tekið aftur tvo bæi vestur af Kænugarði. „Það er líklegt að árangursríkar mótaðgerðir Úkraínu muni koma niður á getu rússneskra hersveita til að endurskipuleggja sig og halda áfram sókn sinni í átt að Kænugarði,“ segir Smeath. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að Úkraínumönnum hafi tekist að gera árásir á mikilvæg skotmörk, sem hafi neytt Rússa til að senda herafla frá átakasvæðum til að vernda birgðaleiðir. Dæmi um þessar árángursríku árásir væru lendingaskipið og skotvopnabirgðirnar í Berdyansk, sem voru eyðilagðar í gær. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 24 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/2O1nVfKz2k #StandWithUkraine pic.twitter.com/gJ1oY9fUqu— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 24, 2022 Ótrúlega „stöðvanlegir“ Bandaríkjamenn segja Rússa að verða uppiskroppa með nákvæmnisvopn sín og vera líklega til að reiða sig í auknum mæli á hefðbundin skotvopn og svokallaðar „heimskar sprengjur“; sprengjur sem sleppt er úr lofti og valda skaða á þeim stað sem þær lenda, handahófskennt. Associated Press segir frá því að það sem hafi komið einna mest á óvart í stríðinu er hversu illa Rússar hafa staðið að vígi. Eftir tvo áratugi af nútímavæðingu hafi hersveitir þeirra reynst illa undirbúnar, illa samhæfðar og ótrúlega „stöðvanlegar“. Nató áætlar að um 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni og mun fleiri særst. Robert Gates, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar og varnarmálaráðherra, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hljóti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hersveita sinna. „Í Úkraínu erum við að sjá menn sem hafa verið kvaddir til herskyldu ekki vita hvers vegna þeir eru þarna, óæfða og bara stórkostleg vandamál með forystuna og stjórnun og ótrúlega lélega taktík,“ sagði Gates nýlega. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að Úkraínumenn séu nú í sókn á ákveðnum svæðum, hafa Rússar sótt fram annars staðar, til að mynda í Maríupól, og halda víða áfram viðstöðulausum sprengjuárásum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira