Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi, leiðir listann en hún skipaði annað sæti lista Frjálsra með Framsókn í síðustu kosningum. Þá hlaut listinn einn mann kjörinn af alls sjö bæjarfulltrúum.
Sjálfstæðisflokkurinn er einn í meirihluta í Hveragerði og hefur verið síðan 2006.
Listi Framsóknarflokksins má sjá hér að neðan.
- Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
- Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri
- Andri Helgason, sjúkraþjálfari
- Lóreley Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
- Thelma Rún Rúnólfsdóttir, háskólanemi og leiðbeinandi á leikskóla
- Snorri Þorvaldsson, lögreglumaður
- Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
- Arnar Ingi Ingólfsson, byggingarfræðingur og húsasmíðameistari
- Hanna Einarsdóttir, háskólanemi og söngkona
- Halldór Karl Þórsson, körfuknattleiksþjálfari
- Brynja Sif Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
- Örlygur Atli Guðmundsson, tónlistarkennari og kórstjóri
- Magnea Ásdís Árnadóttir, eftirlaunþegi
- Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi