Defoe greindi sjálfur frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni í dag, en framherjinn verður fertugur í haust.
— Jermain Defoe OBE (@IAmJermainDefoe) March 24, 2022
Hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá West Ham, en er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá nágrannaliðinu Tottenham Hotspur. Þá lék hann einnig með Bournemouth, Sunderland og Portsmouth á Englandi, Toronto FC í Bandaríkjunum og Rangers í Skotlandi.
Á ferlinum lék Defoe 624 deildarleiki og skoraði í þeim 312 mörk, en hann er níundi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 162 mörk í sterkustu deild heims. Þá á hann einnig að baki 57 leiki fyrir enska landsliðið þar sem hann skoraði 20 mörk.