Skortur á brotajárni í Evrópu og verðið hækkar Málmaendurvinnslan 25. mars 2022 12:01 Fyrirtækið Málmaendurvinnslan var stofnað árið 2019 og sérhæfir í sig i kaupum á brotajárni og brotamálmum auk hvarfakúta. „Verð á brotajárni hefur aldrei verið eins hátt og það er núna. Við fylgjumst vel með heimsmarkaðsverði og viljum bregðast við og höfum því hækkað verðið hjá okkur um 150% . Kílóverðið er 20 krónur og því heilmikil verðmæti í brotajárni og ónýtum heimilistækjum eins og þvottavélum, þurrkurum og eldavélum,“ segir Högni Auðunsson, framkvæmdastjóri Málmaendurvinnslunnar. „Þessi hækkun á heimsmarkaðsverði kom að mestu leyti til vegna áhrifa covid sem hefur hægt á öllu. Einnig hafa viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi leitt til skorts á járni þar sem Rússar hafa verið nokkuð stór innflutningsaðili á brotajárni til Evrópu. Við fylgjumst vel með stöðunni á markaðnum en það á eftir að koma betur í ljós hver þróunin verður,“ segir Högni. Vaskur starfsmannahópur Málmaendurvinnslunnar. Sækja brotajárn á staðinn Fyrirtækið Málmaendurvinnslan var stofnað árið 2019 og sérhæfir í sig i kaupum á brotajárni og brotamálmum auk hvarfakúta. „Við útvegum plastkör og gáma á staði innan höfuðborgarsvæðisins viðskiptavinum að kostnaðarlausu og sækjum þegar búið er að fylla. Það er einnig hægt að koma til okkar á staðinn með málma en við erum með frábæra aðstöðu í Flugumýri 12 í Mosfellsbæ. Hægt er að keyra inn í vöruskemmuna, losa í hlýjunni og keyra út á öðrum stað. Við vigtum allt sem komið er með og greiðum fyrir kílóið en greiðslur eru framkvæmdar samdægurs. Starfsemin hefur gengið mjög vel og viðskiptavinum hefur fjölgað jafnt og þétt, viðskiptavinurinn er í algjörum forgrunni hjá okkur.“ Hvað er hægt að endurvinna? „Alla málma er hægt að endurvinna og ryðgað járn einnig. Það er umhverfisvænna að koma því í umferð aftur en að láta það liggja og því um að gera að hreinsa upp í kringum sig og koma þessu í verð. Við sendum brotajárn með skipi til Hollands þar sem það er endurunnið. Gamalt ryðgað járn getur orðið að nýjum þurrkara eða þvottavél. Við hvetjum því alla, bæði einstaklinga og fyrirtæki að hafa samband við okkur og koma brotajárninu í verð." Við svörum öllum fyrirspurnum í síma 519-9819 eða á info@malma.is. Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
„Þessi hækkun á heimsmarkaðsverði kom að mestu leyti til vegna áhrifa covid sem hefur hægt á öllu. Einnig hafa viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi leitt til skorts á járni þar sem Rússar hafa verið nokkuð stór innflutningsaðili á brotajárni til Evrópu. Við fylgjumst vel með stöðunni á markaðnum en það á eftir að koma betur í ljós hver þróunin verður,“ segir Högni. Vaskur starfsmannahópur Málmaendurvinnslunnar. Sækja brotajárn á staðinn Fyrirtækið Málmaendurvinnslan var stofnað árið 2019 og sérhæfir í sig i kaupum á brotajárni og brotamálmum auk hvarfakúta. „Við útvegum plastkör og gáma á staði innan höfuðborgarsvæðisins viðskiptavinum að kostnaðarlausu og sækjum þegar búið er að fylla. Það er einnig hægt að koma til okkar á staðinn með málma en við erum með frábæra aðstöðu í Flugumýri 12 í Mosfellsbæ. Hægt er að keyra inn í vöruskemmuna, losa í hlýjunni og keyra út á öðrum stað. Við vigtum allt sem komið er með og greiðum fyrir kílóið en greiðslur eru framkvæmdar samdægurs. Starfsemin hefur gengið mjög vel og viðskiptavinum hefur fjölgað jafnt og þétt, viðskiptavinurinn er í algjörum forgrunni hjá okkur.“ Hvað er hægt að endurvinna? „Alla málma er hægt að endurvinna og ryðgað járn einnig. Það er umhverfisvænna að koma því í umferð aftur en að láta það liggja og því um að gera að hreinsa upp í kringum sig og koma þessu í verð. Við sendum brotajárn með skipi til Hollands þar sem það er endurunnið. Gamalt ryðgað járn getur orðið að nýjum þurrkara eða þvottavél. Við hvetjum því alla, bæði einstaklinga og fyrirtæki að hafa samband við okkur og koma brotajárninu í verð." Við svörum öllum fyrirspurnum í síma 519-9819 eða á info@malma.is.
Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira