Skærustu stjörnunni sagt upp í gegnum tölvupóst eftir langa störukeppni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 07:31 Enginn leikmaður hefur skorað meira fyrir Esbjerg en Estavana Polman, eða 1.270 mörk. getty/Jan Christensen Hollenska handboltakonan Estavana Polman hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Esbjerg í Danmörku. Hún er ósátt með hvernig staðið var að starfslokum hennar hjá félaginu. Eftir mikla störukeppni milli Polmans og Jespers Jensen, þjálfara Esbjerg, var henni tjáð að hennar krafta væri ekki lengur óskað hjá félaginu, jafnvel þótt samningur hennar við það renni ekki út fyrr en eftir næsta tímabil. Polman hefur leikið með Esbjerg frá 2013. Hún hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari með félaginu og er markahæsti leikmaður í sögu þess. En nú er þeirri sögu lokið. „Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Ég túlkaði það þannig að við ættum að hittast og ræða stöðuna. Og ég og ráðgjafi minn reyndum að fá fund með félaginu. En það samþykkti það ekki og þess í stað fékk ég tölvupóst um að ég myndi ekki spila meira fyrir Esbjerg,“ skrifaði Polman á Instagram. „Það er mikilvægt að fyrir mig að segja að þetta var ákvörðun félagsins og svona sá ég ekki fyrir mér að tími minn hjá því myndi enda.“ Um langt árabil var Polman skærasta stjarna Esbjerg og helsta andlit liðsins. Meiðsli í hné hafa hins vegar hægt á henni og hún hefur átt erfitt með að endurheimta sæti sitt í liðinu. Polman og Jensen hafa átt í deilum undanfarna mánuði og stjórn Esbjerg hefur nú tekið þá ákvörðun að hún spili ekki meira með liðinu. „Eftir níu ár hjá félaginu er þetta augljóslega sorgardagur fyrir mig. Ég hef lengi reynt mitt besta til að leysa öll vandamál milli mín, félagsins og þjálfarans. Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Því miður verð ég að segja að ég skil ekki ákvörðunina og hvernig henni var miðlað,“ sagði Polman. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá henni. Sem fyrr sagði er hún enn samningsbundin Esbjerg og yrði að komast að samkomulagi við félagið um að rifta samningnum ef hún ætlar að spila á næsta tímabili. Danski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Eftir mikla störukeppni milli Polmans og Jespers Jensen, þjálfara Esbjerg, var henni tjáð að hennar krafta væri ekki lengur óskað hjá félaginu, jafnvel þótt samningur hennar við það renni ekki út fyrr en eftir næsta tímabil. Polman hefur leikið með Esbjerg frá 2013. Hún hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari með félaginu og er markahæsti leikmaður í sögu þess. En nú er þeirri sögu lokið. „Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Ég túlkaði það þannig að við ættum að hittast og ræða stöðuna. Og ég og ráðgjafi minn reyndum að fá fund með félaginu. En það samþykkti það ekki og þess í stað fékk ég tölvupóst um að ég myndi ekki spila meira fyrir Esbjerg,“ skrifaði Polman á Instagram. „Það er mikilvægt að fyrir mig að segja að þetta var ákvörðun félagsins og svona sá ég ekki fyrir mér að tími minn hjá því myndi enda.“ Um langt árabil var Polman skærasta stjarna Esbjerg og helsta andlit liðsins. Meiðsli í hné hafa hins vegar hægt á henni og hún hefur átt erfitt með að endurheimta sæti sitt í liðinu. Polman og Jensen hafa átt í deilum undanfarna mánuði og stjórn Esbjerg hefur nú tekið þá ákvörðun að hún spili ekki meira með liðinu. „Eftir níu ár hjá félaginu er þetta augljóslega sorgardagur fyrir mig. Ég hef lengi reynt mitt besta til að leysa öll vandamál milli mín, félagsins og þjálfarans. Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Því miður verð ég að segja að ég skil ekki ákvörðunina og hvernig henni var miðlað,“ sagði Polman. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá henni. Sem fyrr sagði er hún enn samningsbundin Esbjerg og yrði að komast að samkomulagi við félagið um að rifta samningnum ef hún ætlar að spila á næsta tímabili.
Danski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira