Leiðtogar NATO ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins koma saman til neyðarfundar í Brussel á morgun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þar er búist við að leiðtogarnir samþykki hertar refsiaðgerðir en hugmyndir Pólverja um að NATO ríki taki upp friðargæslu í Úkraínu njóta ekki stuðnings.
Þrjú börn á flótta frá Úkraínu hafa komið hingað til lands án fylgdar forræðismanns. Eftirlit hefur verið aukið á landamærunum af ótta við að flóttafólk verði numið í mansal.
Veiðar á stórhvölum hefjast að öllum líkindum á ný næsta sumar - og mikil spenna er fyrir tónleikum í Orio-höllinni í kvöld þar sem einn söngvara strákasveitarinnar One Direction kemur fram.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.