Hættir óvænt aðeins 25 ára gömul og í efsta sæti heimslistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 09:01 Ashleigh Barty kyssir bikarinn sem hún vann á heimavelli á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í janúar. EPA-EFE/DEAN LEWINS Nýkrýndur meistari á Opna ástralska risamótinu í tennis tilkynnti í dag, flestum að óvörum, að keppnisferli hennar væri lokið. Það er óhætt að segja að þessar fréttir hafi komið mörgum á óvart enda hefur hún verið í frábæru formi að undanförnu. Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty er aðeins 25 ára gömul og er eins og er í efsta sæti heimslistans. Sigur hennar á Opna ástralska risamótinu fyrir tveimur mánuðum var þriðji sigur hennar á risamóti. „Ég er svo ánægð og svo tilbúin að hætta. Ég veit, í hjarta mínu, að þessi tímapunktur er réttur fyrir mig sem persónu,“ sagði Ashleigh Barty í sex mínútna myndbandi á Instagram síðu sinni en það mátti þó heyra það á henni að þetta reyndi á. BREAKING: Top-ranked tennis player Ash Barty retires at 25.https://t.co/QIk7SwZ2KB— AP Sports (@AP_Sports) March 23, 2022 Barty talaði um að nú væri kominn tími á það fyrir hana að elta aðra drauma í lífinu og hún er ekki lengur bundin því að gera allt sem þarf að gera til að keppa í tennis. Í nóvember tilkynnti Barty um trúlofun sína og golfkennarans Garry Kissick en þau hafa verið saman frá árinu 2016. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi þetta upphátt og já það er erfitt að segja þetta,“ sagði Barty. „Ég hef ekki lengur líkamlega drifkraftinn, eldmóðinn eða allt sem þarf til að skora á sjálfan þig á efsta getustiginu. Ég er búin,“ sagði Barty. An inspiration, a magician on the court, a champion of Wimbledon and the Australian Open World Number One. As you climbed to the very top, you lifted us all. Congratulations to Ash Barty on a magnificent career. pic.twitter.com/Us2B3Z5Ob0— Anthony Albanese (@AlboMP) March 23, 2022 Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún hættir því árið 2014 fór hún í tveggja ára frí frá tennis og talaði þá um að hún hafi verið útbrunnin. Það sem kemur kannski mest á óvart er tímasetningin. Þetta er í byrjun keppnisársins og hún hefur unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum og þrjú af síðustu fjórum mótum. Það hafði skilað henni efsta sæti heimslistans. Það er um leið ákveðinn sjarmi yfir því að hætta á toppnum og það gerir svo sannarlega. A bombshell announcement as Ash Barty declares she's walking away from tennis. I ve given absolutely everything I can to this beautiful sport of tennis...I think it s important that i get to enjoy the next phase of my life as Ash Barty the person, not Ash Barty the athlete. pic.twitter.com/Bh7s1Dm3Qf— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) March 23, 2022 Tennis Ástralía Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty er aðeins 25 ára gömul og er eins og er í efsta sæti heimslistans. Sigur hennar á Opna ástralska risamótinu fyrir tveimur mánuðum var þriðji sigur hennar á risamóti. „Ég er svo ánægð og svo tilbúin að hætta. Ég veit, í hjarta mínu, að þessi tímapunktur er réttur fyrir mig sem persónu,“ sagði Ashleigh Barty í sex mínútna myndbandi á Instagram síðu sinni en það mátti þó heyra það á henni að þetta reyndi á. BREAKING: Top-ranked tennis player Ash Barty retires at 25.https://t.co/QIk7SwZ2KB— AP Sports (@AP_Sports) March 23, 2022 Barty talaði um að nú væri kominn tími á það fyrir hana að elta aðra drauma í lífinu og hún er ekki lengur bundin því að gera allt sem þarf að gera til að keppa í tennis. Í nóvember tilkynnti Barty um trúlofun sína og golfkennarans Garry Kissick en þau hafa verið saman frá árinu 2016. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi þetta upphátt og já það er erfitt að segja þetta,“ sagði Barty. „Ég hef ekki lengur líkamlega drifkraftinn, eldmóðinn eða allt sem þarf til að skora á sjálfan þig á efsta getustiginu. Ég er búin,“ sagði Barty. An inspiration, a magician on the court, a champion of Wimbledon and the Australian Open World Number One. As you climbed to the very top, you lifted us all. Congratulations to Ash Barty on a magnificent career. pic.twitter.com/Us2B3Z5Ob0— Anthony Albanese (@AlboMP) March 23, 2022 Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún hættir því árið 2014 fór hún í tveggja ára frí frá tennis og talaði þá um að hún hafi verið útbrunnin. Það sem kemur kannski mest á óvart er tímasetningin. Þetta er í byrjun keppnisársins og hún hefur unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum og þrjú af síðustu fjórum mótum. Það hafði skilað henni efsta sæti heimslistans. Það er um leið ákveðinn sjarmi yfir því að hætta á toppnum og það gerir svo sannarlega. A bombshell announcement as Ash Barty declares she's walking away from tennis. I ve given absolutely everything I can to this beautiful sport of tennis...I think it s important that i get to enjoy the next phase of my life as Ash Barty the person, not Ash Barty the athlete. pic.twitter.com/Bh7s1Dm3Qf— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) March 23, 2022
Tennis Ástralía Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira