Vaktin: Kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim á morgun Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 23. mars 2022 15:10 Svo virðist sem að dregið hafi úr sókn rússneskra hersveita í Kænugarð en heimamenn hafa barist gegn hersveitunum af krafti undanfarnar vikur. AP/Rodrigo Abd Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun en forseti Úkraínu kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim. Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í daglegu ávarpi sínu í nótt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn NATO segja Rússa hafa misst allt að fimmtán þúsund hermenn í Úkraínu. Það verður líklega ákveðið á morgun hvort bandalagið muni auka viðbúnað í Austur-Evrópu. Bandaríkjamenn gagnrýna harkalega að talsmaður stjórnvalda í Moskvu hafi ekki útilokað þann möguleika í samtali við CNN að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin hafa nú formlega sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi í Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmanni að Bandaríkin og bandamenn séu að velta því fyrir sér að útiloka Rússa frá þátttöku í G20. Önnur ríki myndu hins vegar beita neitunarvaldinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hyggja á þátttöku á ráðstefnu G20 í Indónesíu síðar á árinu. Úkraínuher segist að Maríupól sé enn á valdi Úkraínumanna, þrátt fyrir heimildir Bandaríkjamanna fyrir því að Rússar hafi komist inn í borgina í gær. Herinn segir vinveitta uppreisnarmenn í Hvíta-Rússlandi hafa eyðilagt að hluta lestarleið milli Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 3,5 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrásin hófst fyrir nærri fjórum vikum. Yfirvöld í Úkraínu segja 121 barn hafa látið lífið í átökunum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn NATO segja Rússa hafa misst allt að fimmtán þúsund hermenn í Úkraínu. Það verður líklega ákveðið á morgun hvort bandalagið muni auka viðbúnað í Austur-Evrópu. Bandaríkjamenn gagnrýna harkalega að talsmaður stjórnvalda í Moskvu hafi ekki útilokað þann möguleika í samtali við CNN að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin hafa nú formlega sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi í Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmanni að Bandaríkin og bandamenn séu að velta því fyrir sér að útiloka Rússa frá þátttöku í G20. Önnur ríki myndu hins vegar beita neitunarvaldinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hyggja á þátttöku á ráðstefnu G20 í Indónesíu síðar á árinu. Úkraínuher segist að Maríupól sé enn á valdi Úkraínumanna, þrátt fyrir heimildir Bandaríkjamanna fyrir því að Rússar hafi komist inn í borgina í gær. Herinn segir vinveitta uppreisnarmenn í Hvíta-Rússlandi hafa eyðilagt að hluta lestarleið milli Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 3,5 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrásin hófst fyrir nærri fjórum vikum. Yfirvöld í Úkraínu segja 121 barn hafa látið lífið í átökunum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira