Talið er að 27 aðrir hafi einnig slasast en atvikið átti sér stað snemma morguns á útihátíð sem haldin var í bænum.
Þátttakendur voru á leið í miðbæinn þegar bíl var ekið á mikilli ferð inn í hópinn, að sögn bæjarstjóra La Louvière.
Tveir menn voru í bílnum, báðir á fertugsaldri. Verið er að rannsaka tildrög atviksins en ekkert bendir til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Þá er ekki talið að atvikið hafi átt sér stað vegna eftirfarar lögreglu.