Fyrir leik Bayern gegn Union Berlin í gær hafði Neuer unnið 310 leiki í þýsku úrvalsdeildinni. Engum hafði tekist að vinna fleiri leiki, en hann og fyrrverandi markvörðurinn Oliver Kahn deildu metinu.
Bayern vann öruggan 4-0 sigur gegn Union í gær og þar með trónir Neuer nú á toppnum yfir flesta sigurleiki hjá einum leikmanni í sögu þýsku deildarinnar.
3️⃣1️⃣1️⃣ career wins in the Bundesliga 🔴⚪️@Manuel_Neuer surpasses @OliverKahn to take over a new record 🏅#MiaSanMia pic.twitter.com/27EdtvJI3s
— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 19, 2022
Neuer lék sinn fyrsta leik í efstu deild í Þýskalandi með Schalke árið 2005. Á ferlinum hefur hann leikið 460 deildarleiki í efstu deild og eins og áður segir hefur hann unnið 311. Það gerir tæplega 68 prósent sigurhlutfall.