Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2022 17:01 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, á fjöldafundi í Moskvu í gær. EPA/RAMIL SITDIKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. Þetta segir Ibrahim Kalin, ráðgjafi og talsmaður Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í viðtali við New York Times. Erdogan, forseti Tyrklands, ræddi við bæði Pútín og Selenskí í síma í síðustu viku og Kalin hlustaði á bæði símtölin. Tyrkir eiga í góðum samskiptum við bæði Rússa og Úkraínumenn og hafa verið að miðla mála þeirra á milli. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Kalin segir að Pútín hafi sagt viðræður milli erindreka Rússlands og Úkraínu ekki nægjanlega langt komnar til að réttlæta fund með Selenskí. Hann segir einnig að Pútín vilji ekki lengur koma Selenskí frá völdum og segir rússneska forsetann hafa sætt sig við að sá úkraínski sé leiðtogi Úkraínumanna, hvort sem Pútín sjálfum líki það betur eða verr. Mögulega langt í fund Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en án árangurs. „Ég hef trú á því að fundur muni fara fram þeirra á milli á einhverjum tímapunkti,“ sagði Kalin. Hann sagðist telja að Pútín vildi vera í sterkari stöðu og forðast það að virðast veikburða vegna slæms árangurs rússneska hersins, ef svo má að orði komast, eða vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana. Kalin sagði að mögulega gæti það tekið langan tíma. Hann sagði að refsiaðgerðirnar hefðu líklegast mest áhrif á þankagang Pútíns. Erfiðustu kröfurnar eftir Viðræður áðurnefndra erindreka hafa ekki enn snúið að erfiðustu kröfum Rússa. Það er að Úkraínumenn viðurkenni eignarrétt Rússlands á Krímskaga og sjálfstæði Luhansk og Donetsk í Donbas-héraði. Kalin segir að Úkraínumenn vilji friðarsamkomulag sem fyrst en án þess að fórna fullveldi sínu eða landsvæði. Hann segir það geta orðið mjög erfitt að komast að niðurstöðu þar. Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014 en Kalin segir að sú innlimun verði líklega ekki samþykkt. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45 Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta segir Ibrahim Kalin, ráðgjafi og talsmaður Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í viðtali við New York Times. Erdogan, forseti Tyrklands, ræddi við bæði Pútín og Selenskí í síma í síðustu viku og Kalin hlustaði á bæði símtölin. Tyrkir eiga í góðum samskiptum við bæði Rússa og Úkraínumenn og hafa verið að miðla mála þeirra á milli. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Kalin segir að Pútín hafi sagt viðræður milli erindreka Rússlands og Úkraínu ekki nægjanlega langt komnar til að réttlæta fund með Selenskí. Hann segir einnig að Pútín vilji ekki lengur koma Selenskí frá völdum og segir rússneska forsetann hafa sætt sig við að sá úkraínski sé leiðtogi Úkraínumanna, hvort sem Pútín sjálfum líki það betur eða verr. Mögulega langt í fund Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en án árangurs. „Ég hef trú á því að fundur muni fara fram þeirra á milli á einhverjum tímapunkti,“ sagði Kalin. Hann sagðist telja að Pútín vildi vera í sterkari stöðu og forðast það að virðast veikburða vegna slæms árangurs rússneska hersins, ef svo má að orði komast, eða vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana. Kalin sagði að mögulega gæti það tekið langan tíma. Hann sagði að refsiaðgerðirnar hefðu líklegast mest áhrif á þankagang Pútíns. Erfiðustu kröfurnar eftir Viðræður áðurnefndra erindreka hafa ekki enn snúið að erfiðustu kröfum Rússa. Það er að Úkraínumenn viðurkenni eignarrétt Rússlands á Krímskaga og sjálfstæði Luhansk og Donetsk í Donbas-héraði. Kalin segir að Úkraínumenn vilji friðarsamkomulag sem fyrst en án þess að fórna fullveldi sínu eða landsvæði. Hann segir það geta orðið mjög erfitt að komast að niðurstöðu þar. Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014 en Kalin segir að sú innlimun verði líklega ekki samþykkt.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45 Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46
Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41
Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45
Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29