Talsmaður Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að í þeirri vopnageymslu í Ivano-Frankivskhéraði hafi Úkraínumenn geymt eldflaugar og skotfæri fyrir flugvélar.
Eldflaugin sem um ræðir kallast Kinzhal, eða rýtingur, og er sögð geta hæft skotmörk í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá skotstað.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi myndband í morgun sem á að vera af árásinni í nótt.
Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Rússar hafi gert eldflauga- og loftárásir á 69 skotmörk í nótt. Þeirra á meðal hafi verið færanlegar stjórnstöðvar úkraínska hersins, talstöðvasendar og loftvarnarkerfi.
Fjölmiðlar utan Rússlands segja yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins ekki hafa verið staðfesta enn.
Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar séu að verða eða séu þegar búnir með hefðbundnar eldflaugar þeirra. Eldflaugar sem hefðu getað verið notaðar til að skjóta á áðurnefnda vopnageymslu.
Hér að neðan má sjá myndband af æfingaskoti Kinzhal-eldflaugar skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu.
Video of Kinzhal missile launch and hit (almost?) pic.twitter.com/8uBbAHLKJz
— Liveuamap (@Liveuamap) February 19, 2022