„Út í hött að bera mig saman við Messi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 15:01 Óhætt er að segja að menn hjá Barcelona séu spenntir fyrir framtíðinni með Pedro „Pedri“ Gonzalez. Getty/Eric Alonso Hver þarf Messi þegar þú ert með þennan strák? Það er aftur komin mikil bjartsýni í herbúðir Barcelona eftir dimma daga undanfarin misseri. Einn af sólargeislunum er Pedri. Pedri minnti á Lionel Messi í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að slá Galatasaray út úr sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Galatasaray hafði komist yfir í leiknum þegar Pedri tók til sinna ráða og skoraði jöfnunarmarkið eftir stórkostlegt einstaklingsframtak. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Það voru samt allir að tala um mark Pedri. Pedri is too cold pic.twitter.com/Yhz6NWgQ15— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 Pedri fékk boltann í teignum og plataði tvo varnarmenn Galatasaray svo illa að þeir enduðu báðir á grasinu áður en strákurinn skoraði. Slík tilþrif í búningi Barcelona kalla náttúrulega bara á eina samlíkingu. „Ekki sjens,“ voru fyrstu viðbrögð Pedri þegar blaðamenn fóru að bera hann saman við Messi. Pedri isn't here for the Messi comparisons pic.twitter.com/qtvU5z9NYv— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 „Messi hefur skorað miklu betri mörk. Það er út í hött að bera mig saman við Messi,“ sagði Pedri. „Ég man eiginlega ekki eftir markinu svo ég verð að horfa á það aftur. Þetta er samt örugglega eitt fallegasta markið sem ég hef skorað. Hlutirnir koma bara til mín á fótboltavellinum og ég er heppinn að þurfa ekki að hugsa mikið,“ sagði Pedri. "I'll have to watch it again." @Pedri on his spectacular game-tying goal pic.twitter.com/c3CgzufeAE— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 18, 2022 Það er kannski það magnaðast við strákinn að hann spilar leikinn af tilfinningu og allt kemur til hans náttúrulega. Þjálfari hans Xavi Hernandez hrósaði markinu. „Þetta er mikilfenglegt mark. Það er virkilega fallegt. Pedri getur þetta og svo mikið meira. Hann er enn bara nítján ára gamall. Þvílík forréttindi að hafa hann. Ég gæti ekki hrósað honum meira,“ sagði Xavi. Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Sjá meira
Pedri minnti á Lionel Messi í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að slá Galatasaray út úr sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Galatasaray hafði komist yfir í leiknum þegar Pedri tók til sinna ráða og skoraði jöfnunarmarkið eftir stórkostlegt einstaklingsframtak. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Það voru samt allir að tala um mark Pedri. Pedri is too cold pic.twitter.com/Yhz6NWgQ15— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 Pedri fékk boltann í teignum og plataði tvo varnarmenn Galatasaray svo illa að þeir enduðu báðir á grasinu áður en strákurinn skoraði. Slík tilþrif í búningi Barcelona kalla náttúrulega bara á eina samlíkingu. „Ekki sjens,“ voru fyrstu viðbrögð Pedri þegar blaðamenn fóru að bera hann saman við Messi. Pedri isn't here for the Messi comparisons pic.twitter.com/qtvU5z9NYv— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 „Messi hefur skorað miklu betri mörk. Það er út í hött að bera mig saman við Messi,“ sagði Pedri. „Ég man eiginlega ekki eftir markinu svo ég verð að horfa á það aftur. Þetta er samt örugglega eitt fallegasta markið sem ég hef skorað. Hlutirnir koma bara til mín á fótboltavellinum og ég er heppinn að þurfa ekki að hugsa mikið,“ sagði Pedri. "I'll have to watch it again." @Pedri on his spectacular game-tying goal pic.twitter.com/c3CgzufeAE— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 18, 2022 Það er kannski það magnaðast við strákinn að hann spilar leikinn af tilfinningu og allt kemur til hans náttúrulega. Þjálfari hans Xavi Hernandez hrósaði markinu. „Þetta er mikilfenglegt mark. Það er virkilega fallegt. Pedri getur þetta og svo mikið meira. Hann er enn bara nítján ára gamall. Þvílík forréttindi að hafa hann. Ég gæti ekki hrósað honum meira,“ sagði Xavi.
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Sjá meira