Í þáttunum hefur fólk, aðallega konur, rakið erfiðar reynslusögur sínar. Þeirra á meðal Vítalía Lazareva en frásögn hennar af samskiptum við þjóðþekkta karlmenn varð til þess að þeir stigu til hliðar úr áhrifastöðum sínum í þjóðfélaginu.
Stundin ætlar að aðstoða Eddu við heimildaröflun fyrir þætti hennar og eftir atvikum fylgja þáttunum eftir. Þættirnir verða aðgengilegir áskrifendum Stundarinnar en einnig á Patreon. Opnir þættir verða frumsýndir á Stundinni.