Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að tilkynnt hafi borist Neyðarlínu og viðbragðsaðilar í framhaldinu ræstir út. Björgunarsveitir hófu strax leit á svæðinu og var aðgerðarstjórn á Akureyri virkjuð.
Um klukkan 14:30 tilkynnti björgunarsveit að maðurinn væri fundinn ofarlega í fjalllendi. Beðið var um útkall á þyrlu landhelgisgæslunnar sem var send á vettvang.
Maðurinn var hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur á sjúkrahús. Björgunarsveitir á svæði 11 ásamt sjúkraflutningsmönnum og lögreglu tóku þátt í leitinni. Aðstæður á vettvangi voru erfiðar en mjög bratt er á svæðinu þar sem að maðurinn fannst. Að sögn lögreglu voru veðurskilyrði góð og gekk vel að koma manninum upp í þyrluna.
Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu.