Mesta bikarþurrð Man Utd í 40 ár Atli Arason skrifar 16. mars 2022 18:32 Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, þarf að bíða lengur eftir því að lyfta bikar. EPA-EFE/ANDREW YATES Manchester United féll í gær úr leik í Mestaradeildinni eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum. Með tapinu er nánast ljóst að Manchester United mun ekki vinna bikar á þessu tímabili en United vann síðast bikar árið 2017. Næsti bikar sem Manchester United getur unnið er deildarbikar næsta tímabils en sá úrslitaleikur verður spilaður í febrúar 2023. Verður þetta því mesta bikarþurrð Manchester United í fjóra áratugi, eða síðan 1983. Þá varð liðið að bíða í 6 ár á milli titla þegar þeir unnu FA bikarinn árið 1977 og svo aftur árið 1983. Liðið hafði áður fallið úr leik í FA bikarnum eftir tap gegn Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í febrúar síðastliðnum ásamt því að tapa gegn West Ham í þriðju umferð deildarbikarsins seint á síðasta ári. Eina keppnin sem Manchester United er enn þá þátttakandi í er Úrvalsdeildin en þar er liðið 20 stigum á eftir grönnum sínum í Manchester City þegar 9 leikir eru eftir. Það verður því að teljast afar ólíklegt að Manchester United eigi möguleika á að sækja Englandsmeistaratitilinn. Old Trafford.Where dreams come true pic.twitter.com/kA7KPePtFV— Atlético de Madrid (@atletienglish) March 15, 2022 Síðasti bikarinn sem Manchester United vann var Evrópudeildin undir stjórn Jose Mourinho árið 2017 en Mourinho er sigursælasti knattspyrnustjóri United eftir tíma Sir Alex Ferguson. Liðið naut mikillar velgengni undir stjórn Ferguson. Á þeim 27 árum sem liðið var undir hans stjórn vann Manchester United 38 bikara. Skotin lét af störfum sem knattspyrnustjóri liðsins árið 2013 en síðan þá hefur liðið aðeins unnið fimm bikara, FA bikarinn, deildarbikarinn, Evrópudeildina og góðgerðarskjöldinn tvisvar. Mourinho was the last Man United manager to win a trophy, and he won three in a season 🏆🏆🏆 pic.twitter.com/yVa6lw7Nd3— ESPN UK (@ESPNUK) March 16, 2022 Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Næsti bikar sem Manchester United getur unnið er deildarbikar næsta tímabils en sá úrslitaleikur verður spilaður í febrúar 2023. Verður þetta því mesta bikarþurrð Manchester United í fjóra áratugi, eða síðan 1983. Þá varð liðið að bíða í 6 ár á milli titla þegar þeir unnu FA bikarinn árið 1977 og svo aftur árið 1983. Liðið hafði áður fallið úr leik í FA bikarnum eftir tap gegn Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í febrúar síðastliðnum ásamt því að tapa gegn West Ham í þriðju umferð deildarbikarsins seint á síðasta ári. Eina keppnin sem Manchester United er enn þá þátttakandi í er Úrvalsdeildin en þar er liðið 20 stigum á eftir grönnum sínum í Manchester City þegar 9 leikir eru eftir. Það verður því að teljast afar ólíklegt að Manchester United eigi möguleika á að sækja Englandsmeistaratitilinn. Old Trafford.Where dreams come true pic.twitter.com/kA7KPePtFV— Atlético de Madrid (@atletienglish) March 15, 2022 Síðasti bikarinn sem Manchester United vann var Evrópudeildin undir stjórn Jose Mourinho árið 2017 en Mourinho er sigursælasti knattspyrnustjóri United eftir tíma Sir Alex Ferguson. Liðið naut mikillar velgengni undir stjórn Ferguson. Á þeim 27 árum sem liðið var undir hans stjórn vann Manchester United 38 bikara. Skotin lét af störfum sem knattspyrnustjóri liðsins árið 2013 en síðan þá hefur liðið aðeins unnið fimm bikara, FA bikarinn, deildarbikarinn, Evrópudeildina og góðgerðarskjöldinn tvisvar. Mourinho was the last Man United manager to win a trophy, and he won three in a season 🏆🏆🏆 pic.twitter.com/yVa6lw7Nd3— ESPN UK (@ESPNUK) March 16, 2022
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira