Næsti bikar sem Manchester United getur unnið er deildarbikar næsta tímabils en sá úrslitaleikur verður spilaður í febrúar 2023. Verður þetta því mesta bikarþurrð Manchester United í fjóra áratugi, eða síðan 1983. Þá varð liðið að bíða í 6 ár á milli titla þegar þeir unnu FA bikarinn árið 1977 og svo aftur árið 1983.
Liðið hafði áður fallið úr leik í FA bikarnum eftir tap gegn Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í febrúar síðastliðnum ásamt því að tapa gegn West Ham í þriðju umferð deildarbikarsins seint á síðasta ári.
Eina keppnin sem Manchester United er enn þá þátttakandi í er Úrvalsdeildin en þar er liðið 20 stigum á eftir grönnum sínum í Manchester City þegar 9 leikir eru eftir. Það verður því að teljast afar ólíklegt að Manchester United eigi möguleika á að sækja Englandsmeistaratitilinn.
Old Trafford.
— Atlético de Madrid (@atletienglish) March 15, 2022
Where dreams come true pic.twitter.com/kA7KPePtFV
Síðasti bikarinn sem Manchester United vann var Evrópudeildin undir stjórn Jose Mourinho árið 2017 en Mourinho er sigursælasti knattspyrnustjóri United eftir tíma Sir Alex Ferguson.
Liðið naut mikillar velgengni undir stjórn Ferguson. Á þeim 27 árum sem liðið var undir hans stjórn vann Manchester United 38 bikara. Skotin lét af störfum sem knattspyrnustjóri liðsins árið 2013 en síðan þá hefur liðið aðeins unnið fimm bikara, FA bikarinn, deildarbikarinn, Evrópudeildina og góðgerðarskjöldinn tvisvar.
Mourinho was the last Man United manager to win a trophy, and he won three in a season 🏆🏆🏆 pic.twitter.com/yVa6lw7Nd3
— ESPN UK (@ESPNUK) March 16, 2022