Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, valdi Eriksen í hóp sinn fyrir vináttulandsleiki við Holland og Serbíu í mars.
Eriksen er í 23 manna landsliðshóp. Hann lenti eins og flestir þekkja í hjartastoppi í síðasta landsleik sínum sem var fyrsti leikur Dana á EM í Svíþjóð. Sem betur fer náðu læknar að koma hjarta hans aftur af stað á vellinum og hann hefur nú náð sér það vel að hann er farinn að spila aftur fótbolta á hæsta stigi.
Eriksen gekk til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford á dögunum og hefur spilað síðustu þrjá leiki liðsins. Hann hefur alls verið inn á vellinum í 218 minútur.
Eriksen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað allar níutíu mínúturnar í síðustu tveimur leikjum. Hann lagði upp annað mark Brentford í 2-0 sigri á Burnley í síðasta leik.
Eriksen hefur alls leikið 109 landsleiki fyrir Dana og er með 36 mörk í þeim.
Eriksen tilbage i landsholdstruppen!
— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) March 15, 2022
Landstræner, Kasper Hjulmand, har netop offentliggjort truppen til de kommende testkampe mod hhv. Holland og Serbien, hvor Christian Eriksen var på listen over de 23 udvalgte.#ForDanmark #landsholdet #herrelandsholdet pic.twitter.com/5lxfEVG9su