Fleiri viðvaranir gefnar út og þær víða orðnar appelsínugular Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 14:18 Töluverð úrkoma fylgir lægðinni og verður því aukið álag á fráveitukerfi. Vísir/Vilhelm Appelsínugular viðvaranir hafa nú verið gefnar út vegna stormsins sem spáð er á morgun en gular viðvaranir voru upprunalega gefnar út í morgun. Viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir alla landshluta. Djúp lægð er væntanleg að suðurodda Grænlands á morgun og sendir hún skil yfir landið með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi og fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu samhliða hlýnandi veðri. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands varar landsmenn alla við vatnstjóni sem af lægðinni gæti hlotist. Minni úrkoma verður á norðan og norðaustanverðu landinu en þar sem hlýtt verður í veðri má gera ráð fyrir að snjór muni bráðna. „Þetta verður í rauninni eins og hárþurrka á snjóinn þar, þannig að það verður líka þessi bráðnun þar og þau ættu að finna fyrir vatninu þar líka. Svo eru alveg líkur á krapaflóðum um sunnanvert landið til dæmis,“ segir Birta. Viðvaranir í öllum landshlutum á morgun Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan tíu í fyrramálið en gul viðvörun verður þá í gildi á höfuðborgarsvæðinu og appelsínugul í Faxaflóa. Klukkan ellefu bætast síðan við appelsínugular viðvaranir á Vestfjörðum, í Breiðafirði og á miðhálendinu. Á hádegi tekur síðan gildi gul viðvörun á Suðurlandi, klukkan 13 tekur gildi appelsínugul viðvörun á Ströndum og Norðurlandi eystra, og svo klukkan 17 taka gildi gular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Gul viðvörun hefur ssömuleiðis verið gefin út fyrir suðausturland en það er vegna talsverðrar rigningar frekar en roks. Sömuleiðis er gert ráð fyrir talsverðri úrkomu á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa og má búast við auknu álagi á fráveitukerfi í þeim landshlutum. Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Djúp lægð er væntanleg að suðurodda Grænlands á morgun og sendir hún skil yfir landið með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi og fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu samhliða hlýnandi veðri. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands varar landsmenn alla við vatnstjóni sem af lægðinni gæti hlotist. Minni úrkoma verður á norðan og norðaustanverðu landinu en þar sem hlýtt verður í veðri má gera ráð fyrir að snjór muni bráðna. „Þetta verður í rauninni eins og hárþurrka á snjóinn þar, þannig að það verður líka þessi bráðnun þar og þau ættu að finna fyrir vatninu þar líka. Svo eru alveg líkur á krapaflóðum um sunnanvert landið til dæmis,“ segir Birta. Viðvaranir í öllum landshlutum á morgun Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan tíu í fyrramálið en gul viðvörun verður þá í gildi á höfuðborgarsvæðinu og appelsínugul í Faxaflóa. Klukkan ellefu bætast síðan við appelsínugular viðvaranir á Vestfjörðum, í Breiðafirði og á miðhálendinu. Á hádegi tekur síðan gildi gul viðvörun á Suðurlandi, klukkan 13 tekur gildi appelsínugul viðvörun á Ströndum og Norðurlandi eystra, og svo klukkan 17 taka gildi gular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Gul viðvörun hefur ssömuleiðis verið gefin út fyrir suðausturland en það er vegna talsverðrar rigningar frekar en roks. Sömuleiðis er gert ráð fyrir talsverðri úrkomu á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa og má búast við auknu álagi á fráveitukerfi í þeim landshlutum.
Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira