Mark Lewandowski var það 17. sem hann skorar á útivelli á tímabilinu og er hann því búinn að jafna met Jupp Heynckes og Timo Werner yfir flest mörk á útivelli á einu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni.
Heynckes, fyrrum þjálfari Lewandowski, gerði 17 útivallarmörk fyrir Borussia Mönchengladbach tímabilið 1973-1974 og Werner gerði slíkt hið sama fyrir RB Leipzig tímabilið 2019-2020.
Lewandowski á fjóra útileiki eftir á tímabilinu, gegn Wolfsburg, Mainz, Arminia Bielefeld og Freiburg. Það verður því að teljast ansi líklegt að Lewandowski muni einn eiga þetta met að tímabilinu loknu.
Pólski markahrókurinn er alls búinn að skora 29 mörk í 26 leikjum í þýsku deildinni á þessu tímabili.
17 – Robert Lewandowski has scored 17 away goals in the #Bundesliga this season, equalling Jupp Heynckes in 1973/74 and Timo Werner in 2019/20 for the most away goals in a single season in the competition. Guest. #TSGFCB pic.twitter.com/fVvHBXOdeo
— OptaFranz (@OptaFranz) March 12, 2022