Christoph Baumgartner kom heimamönnum yfir eftir rúmlega hálftíma leik en pólska markavélin Robert Lewandowski svaraði fyrir meistarana í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli.
Bayern hefur tíu stiga forystu á toppi deildarinnar en Borussia Dortmund er í öðru sæti og á tvo leiki til góða á toppliðið.
Í öðrum leikjum dagsins í þýsku Bundesligunni vann Freiburg 3-2 sigur á Wolfsburg á meðan Union Berlin og Stuttgart skildu jöfn, 1-1.