Reyna að koma upp flóttaleiðum en segja árásir Rússa linnulausar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 11:08 Milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín frá því að stríðið hófst. AP/Daniel Cole Sautjándi dagur innrásar Rússa í Úkraínu hófst með látum í morgun þar sem loftvarnasírenur ómuðu í flestum borgum Úkraínu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag en yfirvöld segja árásir Rússa gera þeim erfitt fyrir og stofna lífi flóttamanna í hættu. Rússar halda sókn sinni áfram í Kænugarði en varnamálaráðuneyti Bretlands greindi frá því í uppfærslu í morgun að meirihluti herliðs Rússa væri um 25 kílómetra frá miðborg Kænugarðs. Átök áttu sér stað norðvestur af Kænugarði nú í morgunsárið. Svo virðist sem að stór hluti herliðsins sem sást norður við Kænugarð í gær hafi tvístrast og telur ráðuneytið það til marks um að rússneskar hersveitir ætli sér að umkringja borgina. Þó er einnig mögulegt að Rússar óttist gagnárás. Utan Kænugarðs eiga sér nú átök stað víða, til að mynda í Kharkív, Tsjernihiv, Sumy og Mariupol. Í Mariupol vörpuðu rússneskar hersveitir sprengjum á mosku þar sem um áttatíu manns höfðu leitað sér skjóls, flestir þeirra Tyrkir. Í bæjunum Vasylkic og Kryachky nálægt Kænugarði komu upp eldsvoðar í olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa og í bænum Kvitneve kviknaði sömuleiðis í frystivöruhúsi. Flugherstöð við Vasylkic eyðilagðist við sprengingar. Iryna Vereshchuk, starfandi forsætisráðherra Úkraínu, segir vonir bundnar við það að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum víðsvegar um Úkraínu, meðal annars úr Mariupol en illa hefur gengið að flytja fólk þaðan og hafa allar tilraunir mistekist vegna árása Rússa. Þá verða fleiri flóttaleiðir við Kænugarð að því er kemur fram í frétt Reuters en yfirvöld í borginni segja Rússa ekki hafa dregið úr árásum sínum sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld í Rússlandi neita því alfarið að almennir borgarar séu skotmark þeirra. Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þurft að flýja Úkraínu vegna stríðsins. Við fylgjumst vel með stöðu mála í vaktinni á Vísi í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Rússar halda sókn sinni áfram í Kænugarði en varnamálaráðuneyti Bretlands greindi frá því í uppfærslu í morgun að meirihluti herliðs Rússa væri um 25 kílómetra frá miðborg Kænugarðs. Átök áttu sér stað norðvestur af Kænugarði nú í morgunsárið. Svo virðist sem að stór hluti herliðsins sem sást norður við Kænugarð í gær hafi tvístrast og telur ráðuneytið það til marks um að rússneskar hersveitir ætli sér að umkringja borgina. Þó er einnig mögulegt að Rússar óttist gagnárás. Utan Kænugarðs eiga sér nú átök stað víða, til að mynda í Kharkív, Tsjernihiv, Sumy og Mariupol. Í Mariupol vörpuðu rússneskar hersveitir sprengjum á mosku þar sem um áttatíu manns höfðu leitað sér skjóls, flestir þeirra Tyrkir. Í bæjunum Vasylkic og Kryachky nálægt Kænugarði komu upp eldsvoðar í olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa og í bænum Kvitneve kviknaði sömuleiðis í frystivöruhúsi. Flugherstöð við Vasylkic eyðilagðist við sprengingar. Iryna Vereshchuk, starfandi forsætisráðherra Úkraínu, segir vonir bundnar við það að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum víðsvegar um Úkraínu, meðal annars úr Mariupol en illa hefur gengið að flytja fólk þaðan og hafa allar tilraunir mistekist vegna árása Rússa. Þá verða fleiri flóttaleiðir við Kænugarð að því er kemur fram í frétt Reuters en yfirvöld í borginni segja Rússa ekki hafa dregið úr árásum sínum sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld í Rússlandi neita því alfarið að almennir borgarar séu skotmark þeirra. Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þurft að flýja Úkraínu vegna stríðsins. Við fylgjumst vel með stöðu mála í vaktinni á Vísi í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21