Smástirni sprakk norður af Íslandi Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 10:43 Stjörnu-Sævar ásamt smástirni, þó ekki því sem sprakk í gærkvöldi. Vísir/Baldur/Getty Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, greindi frá atburðinum á Facebook í morgun. Hann segir smástirnið hafa sprungið yfir hafi norðan Íslands um klukkan 21:23 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hann að erfitt sé að segja til um úr hverju smástirnið var en það hafi líklega verið úr venjulegu grjóti, svipuðu því sem finna má víða hér á landi. Hann segir stirnið ekki hafa verið stórt, um þrír til fjórir metrar að þvermáli eða svipað og venjulegur fólksbíll. Það hafi þó vegið ansi mikið enda var sprengingin gríðarmikil, til að líkja eftir henni þyrfti um tvö til þrjú þúsund tonn af dínamíti. Einungis fimmta skipti sem feigu smástirni er veitt heiti Athygli vekur að smástirnið fannst skömmu áður en það rakst á jörðina og var gefið skrárheitið 2022 EB5. Aðeins fjórum sinnum áður hefur smástirni verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni þrátt fyrir að það gerist um það bil vikulega. Árið 2008 uppgötvaðist smástirni fyrst skömmu áður en það skall á jörðinni en síðan þá hafa mennirnir vaktað himininn betur og fjögur bæst í hópinn. Smástirnið sem uppgötvaðist 2008 tilheyrir einmitt sama smástirnahópi og það sem sprakk í gærkvöldi. Smástirni úr hópi Apollo-jarðnándarsmástirnar skera reglulega braut jarðarinnar en þau eru svo lítil að engin hætta stafar af þeim, að sögn Sævars. Hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni Sem áður segir sprakk smástirnið yfir hafi norður af Íslandi svo ólíklegt er að nokkur maður hafi séð það springa. Sævari hafa þó borist nokkur skilaboð frá fólki á Norðurlandi sem kveðst hafa orðið vart við einhvers konar blossa í gærkvöldi. Sævar Helgi segir það hefði verið mikið sjónarspil hefði smástirnið sprungið örlítið sunnar yfir Íslandi. Smástirnið hefði lýst upp næturhimininn, töluvert skærar en tunglið, og nokkrum mínútum eftir sprenginguna hefðu heyrst miklar drunur. Þá hefðu brot úr stirninu sáldrast yfir landið, án nokkurrar hættu þó. Hvað eru eiginlega smástirni? Smástirni eru litlir hnettir eða hnullungar úr bergi og/eða málmum á braut um sólina, að því er segir á Stjörnufræðivefnum, sem Sævar Helgi ritstýrir. Þau geta verið allt frá einum metra upp í tæplega eitt þúsund kílómetra að stærð og eru þar af leiðandi ekki nægilega stór til að teljast reikistjörnur. Stærsta smástirnið, Ceres, er þó einnig skráð sem dvergreikistjarna. Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega stóð að smástirnið hefði sprungið klukkan 22:25. Geimurinn Norðurþing Akureyri Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, greindi frá atburðinum á Facebook í morgun. Hann segir smástirnið hafa sprungið yfir hafi norðan Íslands um klukkan 21:23 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hann að erfitt sé að segja til um úr hverju smástirnið var en það hafi líklega verið úr venjulegu grjóti, svipuðu því sem finna má víða hér á landi. Hann segir stirnið ekki hafa verið stórt, um þrír til fjórir metrar að þvermáli eða svipað og venjulegur fólksbíll. Það hafi þó vegið ansi mikið enda var sprengingin gríðarmikil, til að líkja eftir henni þyrfti um tvö til þrjú þúsund tonn af dínamíti. Einungis fimmta skipti sem feigu smástirni er veitt heiti Athygli vekur að smástirnið fannst skömmu áður en það rakst á jörðina og var gefið skrárheitið 2022 EB5. Aðeins fjórum sinnum áður hefur smástirni verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni þrátt fyrir að það gerist um það bil vikulega. Árið 2008 uppgötvaðist smástirni fyrst skömmu áður en það skall á jörðinni en síðan þá hafa mennirnir vaktað himininn betur og fjögur bæst í hópinn. Smástirnið sem uppgötvaðist 2008 tilheyrir einmitt sama smástirnahópi og það sem sprakk í gærkvöldi. Smástirni úr hópi Apollo-jarðnándarsmástirnar skera reglulega braut jarðarinnar en þau eru svo lítil að engin hætta stafar af þeim, að sögn Sævars. Hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni Sem áður segir sprakk smástirnið yfir hafi norður af Íslandi svo ólíklegt er að nokkur maður hafi séð það springa. Sævari hafa þó borist nokkur skilaboð frá fólki á Norðurlandi sem kveðst hafa orðið vart við einhvers konar blossa í gærkvöldi. Sævar Helgi segir það hefði verið mikið sjónarspil hefði smástirnið sprungið örlítið sunnar yfir Íslandi. Smástirnið hefði lýst upp næturhimininn, töluvert skærar en tunglið, og nokkrum mínútum eftir sprenginguna hefðu heyrst miklar drunur. Þá hefðu brot úr stirninu sáldrast yfir landið, án nokkurrar hættu þó. Hvað eru eiginlega smástirni? Smástirni eru litlir hnettir eða hnullungar úr bergi og/eða málmum á braut um sólina, að því er segir á Stjörnufræðivefnum, sem Sævar Helgi ritstýrir. Þau geta verið allt frá einum metra upp í tæplega eitt þúsund kílómetra að stærð og eru þar af leiðandi ekki nægilega stór til að teljast reikistjörnur. Stærsta smástirnið, Ceres, er þó einnig skráð sem dvergreikistjarna. Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega stóð að smástirnið hefði sprungið klukkan 22:25.
Geimurinn Norðurþing Akureyri Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent