Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn í fyrri hálfleik og því var staðan enn 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Það var svo Munir El Haddadi sem skoraði eina mark kvöldsins eftir klukkutíma leik og tryggði Sevilla þar með 1-0 sigur.
Liðin mætast á ný að viku liðinni í Lundúnum og þar er verk að vinna fyrir West Ham.